Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 59
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
57
um skáld á leið til sósíalisma (Halldór Laxness, Halldór Stefáns-
son o. £1.), Kristinn E. Andrésson fjallaði um Einar Benedikts-
son og Sigurður Guðmundsson ritaði grein um Galdra-Loft Jó-
hanns Sigurjónssonar. Meðal þeirra sem birt hafa skáldskap í
Rétti eru Davíð Stefánsson, Steinn Steinarr, Jóhannes úr Kötl-
um, Halldór Stefánsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Þorsteinn
Valdimarsson, Friðjón Stefánsson, Jakobína Sigurðardóttir og
Þorsteinn frá Hamri.
Reykjalundur
Útg. S.Í.B.S. 1.— árg. Rv. 1947— .
Ritið fjallar að mestu um málefni Sambands íslenzkra berkla-
sjúklinga, en þó birtast í því greinar um myndlist og nokkuð af
skáldskap. í ritinu hafa m. a. birzt smásögur eftir Þóri Bergsson,
Halldór Stefánsson, Friðjón Stefánsson og Unni Eiríksdóttur.
Saga
Misserisrit. Útg. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. 1.—6. árg. Wpg. 1925—31.
í ritinu birtist skáldskapur, frásagnir og fróðleikur ýmiss konar
og töluvert af íslenzkum þjóðsögum. Stuttar umsagnir birtust
um bækur og tímarit. í ritinu birtist mikið af ljóðum eftir út-
gefandann og önnur vestur-íslenzk skáld, þ. á m. kvæði og kviðl-
ingar eftir K. N. Júlíus.
Samvinnan
19.— árg. Rv. 1925/26— . (Frh. af Timariti fyrir kaupfélögogsamvinnufélög).
Ritstj. Jónas Jónsson (19,—40. árg.), Þorkell Jóhannesson (21.—24. árg.),
Guðlaugur Rósinkranz (25., 29.-39. árg.), Jón Eyþórsson (38,—40. árg.),
Haukur Snorrason (41.—44. árg.), Benedikt Gröndal (45.-52. árg.), Guðmund-
ur Sveinsson (53.-57. árg,), Páll H. Jónsson (58.—61. árg.), Sigurður A. Magn-
ússon (61,—68. árg.), Gylfi Gröndal (69.— árg.).
Blaðið var stofnað sem málgagn samvinnuhreyfingarinnar og
var mestallt efni helgað henni fyrstu áratugina, þótt af og til
birtist þar skáldskapur ogritdómar. 1951 varð Benedikt Gröndal
í'itstjóri og var þá efnt til smásagnasamkeppni og hlaut Indriði