Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 11
SKÍRNIR
150 ÁR
9
Það á enn frekar við um Skírni en Eimreiðina, að það eru
í rauninni tvö, eða kannski þrjú, ólík tímarit sem komið hafa
út undir nafni hans. Núverandi Skírnir á að minnsta kosti ekki
margt sameiginlegt með riti því sem á öldinni sem leið „hleypti
til Fróns með fréttir“ — annað en auðvitað nafn og útgefanda
og sameiginlegt árgangatal. í sinni núverandi mynd, frá 1905,
er Skírnir miklu frekar framhald af Tímariti Hins íslenska bók-
menntafélags (1880—1904). Tímarit Bókmenntafélagsins var
mesta nrerkisrit á sínum tíma og þótt lengur væri leitað. Það
held ég að margur forsjármaður tímarits nú á dögum mætti
reka upp öfundaraugu af því einu að fletta hinu gamla riti. En
vísast er að einmitt það efni ritsins sem í dag vekur undrun og
aðdáun, ritgerðir sem þar birtust um heimspeki, bókmenntir,
málvísi og sögu, hafi einmitt staðið ritinu fyrir hylli meðal les-
enda. Og það var beinlínis ástæða þess að ritið var um síðir lagt
niður að það hafði „aldrei verið haft í miklum metum af alþýðu
manna“ eins og segir í eftirmála þess. Þar fyrir var tímaritinu
frá öndverðu ætlað að rækja erindi einmitt við alþýðu manna.
í formála fyrsta árgangs, greinargerð fyrir ritinu, var lýst hug-
myndum sem lengi síðan voru leiðarljós tímarita þótt misjafnt
gengi að framkvæma þær. En þar er stefnu ritsins svo lýst:
Að tímarit Bókmenntafélagsins skyldi, að því er stefnu þess snertir, vera
líkt ritum hins íslenska lærdómslistafélags, vera vísindalegt og fræðandi fyrir
alþýðu og, til dæmis að taka, inni halda:
1. Ritgjörðir sögulegs efnis, en þó einkum að því er snertir sögu Islands al-
mennt og sérstaklega kúltúrsögu þess.
2. Ritgjörðir búfræðislegs efnis.
3. Ritgjörðir náttúruvísindalegs efnis.
4. Ritgjörðir læknisfræðislegs, lögfræðislegs og málfræðislegs efnis, og skyldu
þær ritgjörðir vera svo samdar, að alþýða gæti haft gagn af þeim.
5. Æfisögur merkra manna.
6. Uppgötvanir nýjar.
7. Bókafregnir.
8. Kvæði.
Það er að skilja að menn vildu eigi útiloka neina fræðigrein nema af vera
skyldi guðfræðina, er nú hefir fengið tímarit sér, þar sem Kirkjutíðindi eru.
Þegar Tímarit Bókmenntafélagsins var lagt niður og nýtt rit
stofnað undir nafni Skírnis kom það á meðal annars til af