Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 284
282
RITDÓMAR
SKÍRNIR
landi. Þinn pabbi’" (172—73). Það má varla skilja „þessa einföldu minníngu"
á annan veg en að föður hans hafi órað fyrir, að leið sonarins mundi liggja
„burt úr landi“. Þannig hefur líklega einnig Halldór skilið hana — eða
hann hefur gert það seinna.
Þessurn endurminningum iýkur sem sagt með því, að tólf ára pilturinn
kveður heimili foreldra sinna: „Ég vissi vel að ég var að fara að heiman fyrir
fult og alt, við vissum það öll en létum sem ekkert væri. Faðir minn var
geinginn út til hestanna og ég kvaddi móður mína í fyrsta sinn. Hún sagði
í fyrsta sinn: guð fylgi þér. Lokið á katlinum var byrjað að glamra, því
suðan var að koma upp á vatninu í seinni liituna". Svo fylgir ljóð, og þar
með endar bókin:
á þessu nesi
í þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir.
En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni
þar sem stóð bær:
Lind
Reyr —
Um brúnklukkuna hefur áður verið talað, þessa voðalegu skepnu, sem
svo er kölluð, af því hún hefur „þá náttúru, að komi maður nálægt brún-
inni á svona mógröf, þá hoppar brúnklukkan uppúr og beina leið oní mann
og tekur til óspilltra mála að éta innanúr manni lifrina" (46—47). Og
Jindin er sú sem engin konungshöll „hefur haft þvíiíkt vatnsból", og sem
einatt hefur minnt skáldið „á uppsprettu lífsins í paradís". Vatn var sótt
í hana við hættulegum sjúkdómum. „Faðir minn trúði á þessa lind. F.g
trúi líka á þessa lind.“ (244)
Þessar einföldu ljóðlínur orka svo sterkt, af því þær staðfesta nú að lokum
í angurværum tón sínum, að heimur sá, sem hefur um stundar sakir verið
liér endurvakinn í sterkum og skýrum dráttum, hann er ekki lengur til, í
reyndinni: „Nei, ekki meir.“ Nei, ekki nema sem draumur. „Oft er ég í
draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og nú er
ekki leingur til. Ég var eitt af grösunum sem uxu i þessu túni. Stundum
ímynda ég mér að þetta hafi verið túnið í Völuspá, Iðavöllur, þar sem
guðirnir rísa aftur eftir Ragnarök. Það var íslenskt tún.“ (241) Þannig hefst
þetta islenzka tún í veldi goðsagnarinnar.
í þessum endurminningum hefur Halldór Laxness reist mannlifi því og
menningu, sem hafa mótað hann frá upphafi, óbrotgjarnan minnisvarða.