Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 199
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
197
löngu hætt að geta grætt á líkama sínum. Um konuna sem bráð
eru mörg dæmi í bókinni; yfirleitt rekst Jenný ekki öðruvísi
á menn en þeir líti á bana sem kynferðisveru handa sér. Og
gildir þetta hvort sem hún er á gangi úti á götu, í skemmtigarði
eða í kvikmyndahúsi.
En þetta breytir ekki því, að Útrás lýsir konum sem þolend-
um karlmanna án krítískrar afstöðu. Viðbrögð Jennýar við
öllum þessum kynofsóknum einkennast af leiða en ekki mót-
mælurn. Þegar liún hittir Tony í fyrsta skipti er það auðvitað
hann sem á frumkvæðið og vill setjast hjá henni:
Ó, guð minn, hugsaði ég þreytulega. — Fyrst spyr hann mig áreiðanlega ...
hvort ég sé sænsk, livort ég sé ekki fylgjandi frjálsu kynlífi... hvort ég sé
á pillunni, hvort við eigum ekki að fá okkur drykk, áður en við háttum (195).
En við þessu er ekkert að gera. Karlmenn bara eru svona, og
konur eru hjálparlausar og verndarþurfi, — þolendur að eðlis-
fari. Eftir að Jenný hefur samþykkt með semingi að Tony verði
yfir nótt á hótelherbergi hennar, bíður hún í ofvæni eftir ágengni
hans:
Ég fór fram á bað, þvoði mér og háttaði. Ég var hreint ekki svo viss um, að
ég myndi ekki lenda í vandræðum með hann. Það var að vísu lítið borð
og náttlampi milli rúmanna, en hvaða aðhald gat eitt borð og náttlampi
veitt mér gegn manni, sem ekki hafði séð kvenmann í þrjú ár? Og það
sem verra var, ég var alls ekki svo viss um, nema ég vildi lenda í vand-
ræðum ... — Ég lá vakandi og hlustaði á Tony bylta sér í rúminu. Loks fór
hann fram úr. Ég lokaði augunum og vissi mætavel hvert för hans var
heitið (208-209).
Konur verða að vera aðlaðandi í útliti til þess að karlmönn-
um lítist á þær og þær fái notið sín í kynhlutverkinu. Þetta
kemur mjög greinilega fram í Útrás, einkum sem sjálfsfyrirlitn-
ing og andstyggð á aldri. „Ég er búin að vera, Jenný! sagði hún.
— Af hverju er maður ekki sleginn af, áður en maður verður
gamall, ljótur og einskis nýtur“ (162) segir Júlía gegn máttlaus-
um mótmælum Jennýar. Sjálf er Jenný með áhyggjur út af
brjóstunum á sér, sem hún er hrædd um að karlmönnum lítist
ekki nógu vel á: