Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
NÝMÆLI
71
í Sýnisbók islenskra rímna. Björn dregur á einum. stað í riti sínu
saman niðurstöður af eigin rannsóknum og annarra á uppruna
þessarar kvæðagreinar, og má kalla að hugmyndir hans hafi
mótmælalítið verið viðurkenndar af þeim fræðimönnum sem
síðan hafa um efnið fjallað. Hann segir:
Þegar frásögudansar tóku að berast til íslands, hefur dróttkvaeðagerð eftir
sögum staðið í blóma. I-Iinir nýju dansar munu framan af hafa átt örðugt
með að ná vinsældum íslendinga; fomar bragreglur voru mönnum svo
kærar, að þeim hefur lítt getist að kvæðum án stuðla og höfuðstafa og með
ófullkomnum samrímunum. Hinsvegar vildu menn gjaman kvæði, sem hægt
væri að dansa eftir, og nú tók sú stefna að ryðja sér til rúms, að Ijóð skyldu
vera sönghæf, en ekki, eins og fomi skáldskapurinn, gerð til þess að segja
fram. Þessi stefna varð, sem kunnugt er, ofan á í helgikvæðagerð; menn
fóru að yrkja helgikvæðin undir aðkomnum söngháttum. Nú voru frásögu-
dansarnir um Ifk efni og innlend sögukvæði; einkanlega á þetta heima um
norska dansa, því að þeir eru langflestir út af sögum og sögnum. Hinn fer-
kvæði háttur frásögudansanna var auðveldur viðfangs, hægra að yrkja löng
kvæði undir honum en háttum dróttkvæðanna. Hjer var því farinn sá
merkilegi meðalvegur á milli dróttkvæðagerðar og erlendrar dansagerðar,
að tekið var að yrkja sögukvæðin, sem áður voru kveðin fomum innlendum
háttum, undir dansahætti, en erlendi hátturinn stuðlaður eftir íslenskum
bragreglum. Og skáldmáli dróttkvæðanna var haldið.
Þannig hugsum vjer oss upphaf rímnagerðar. Rímur voru framhald einn-
ar greinar dróttkvæða, og elstu rímurnar hafa staðið mjög nærri dróttkvæð-
unum að öðru leyti en þvi, að bragarhátturinn var nýr.l
Craigie féllst í meginatriðum á hugmyndir Björns um upphaf
rímnanna en eykur þó við þær mikilsverðum atriðum. Hann
segir (þýðing Snæbjarnar Jónssonar);
Hvort sem rímnaskáldunum var það ljóst eður eigi, höfðu þau nú aukið
við íslenzkan skáldskap þeim þætti, er hann hafði áður skort og þegar hafði
verið myndaður í nokkrum nágrannalandanna, þ. e. a. s. löngu sögukvæði
undir sæmilega léttum hætti. A Frakklandi höfðu chansons de geste orðið
til í ofurgnægð frá því á tólftu öld og síðan; á Þýzkalandi höfðu löng kvæði
um þjóðleg efni og erlend haft upptök sín um sama leyti, og á Englandi
hafði fjöldi ljóðsagna (bæði rímaðra og stuðlaðra) orðið til undir lok þrett-
ándu aldar og alla fjórtándu öldina út. íslendingum var vel kunnugt um
tilveru hinna frakknesku söguljóða, því að mörg þeirra voru þýdd í Noregi
að tilhlutan Hákonar konungs frá því um 1225 og þar á eftir. Textamir
virðast ekki hafa komið beint frá Frakklandi, heldur frá Englandi á Nor-
mannatímanum, og nokkur þekking á hinum ensku söguljóðum (romanres)
— sem að mörgu leyti eru líkari rímunum — getur vel hafa komið síðar.
Það er líka ósennilegt, að sá er setti saman Þiðrikssögu og þekkti hin sér-