Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 125
SKÍRNIR
BÓKLESTUR OG MENNTUN
123
lestrarvenjur einstaklinganna í þessum hópum. Að því leyti
hefur menntun kvennanna skipt þeim í tvo aðgreinanlega menn-
ingarhópa.
1 Nowak, Lilian: Boklásaren, Sveriges Radios förlag 1971, bls. 21.
■ ~ Noreng, Öystein: Lesing og kommunikasjon, Den norske bokklubben
1974, bls. 43.
3 Lukes, Steven: Alienation and Anomie.
4 Lesing og kommunikasjon, bls. 45.
5 Boklásaren, bls. 62.
0 sama rit, bls. 67.
7 sama rit, bls. 65.
8 Lesing og kommunikasjon, bls. 45.
9 sama rit, bls. 69—70.
10 sama rit, bls. 42—43.
VIÐAUKI
Reykjavik, 14. mars 1975.
Heiðraða kona.
Undirritaður, sem er nemandi í almennum þjóðfélagsfraeðum við Háskóla
Islands, vinnur um Jressar mundir að fræðilegri könnun á frístundavenjum
reykvískra kvenna.
Er upplýsinga aflað með ýmsu móti, en mikilvægasta hluta þeirra er þó
einungis hægt að afla með viðtölum við reykvískar konur.
I því skyni hefur verið tekið úrtak meðal kvenna í Reykjavík og liefur
þú, sem færð þetta bréf, lent í því úrtaki. Mun ég þvi leita til þín einhvern
daginn næstu vikurnar og leita svara hjá þér við stuttum spurningalista.
Það er von Námsbrautar í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla ís-
lands, að þær konur, sem leitað verður til bregðist vel við þessari málaleitan.
Rétt er að taka skýrt fram, að farið verður með öll svör sem trúnaðarmál,
og verða svörin hvergi tengd nöfnum einstakra þátttakenda.
Virðingarfyllst.
Sl’URNINGALISTI
Nr. fregins........
Viðtal hófst kl. . ;........ lauk kl.................
1. Hvað gerir þú aðallega í frístundum þínum núna?
2. Ef þú ættir nægar frístundir, hvernig vildir þú helst verja þeim?
3. Gerir þú eitthvað af því að lesa bækur í frístundum þínum?