Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 180
178
HELGA KRESS
SKÍRNIR
fyrir að hún byggi að framvegis" (21). í fyrsta lagi geta ekki
safnaferðir og ást samræmst, í öðru lagi er ekki gert ráð fyrir
að reynsla af söfnum geti haft nein varanleg áhrif á listakonu.
Ástin hlýtur að skipta meira máli.
Þessi afstaða til starfsins sem aukaatriðis kemur hvað eftir
annað fram í stíl bókarinnar, t.a.m. er það oft metið á við kött-
inn. Þannig getur starfið ekki orðið henni nein uppbót fyrir
glataða ást, það tilheyrir ekki venjubundnu kvenhlutverki. Þeg-
ar ástin bregst verður því að leita til annarra þátta kvenhlut-
verksins, annaðhvort til annars manns, sbr. Hildi: „Mig langar
að breyta til. .. Ég vil fara eitthvert, gera eitthvað ... Ég er búin
að skrifast á við Lasse... og mig langar svo til að hitta hann,
að ég get varla setið kyrr“ (140), eða barnsins í tilviki Rögnu:
Hún andvarpaði. Hvað gerði fólk annars, þegar það var í svona ástandi?
Væri ekki helsta ráðið að breyta einhverju svo um munaði? Átti hún að
fara eitthvert? Nei, hana langaði ekki að fara frá þessu öllu, Fíu og Palla,
íbúðinni, sem hún hafði átt heima í mestan hluta ævinnar, kettinum Skúla
og vinnunni. — Þá laust niður í henni hugmynd, sem gerði það að verkum,
að hún sat eins og steinrunnin og starði fram fyrir sig. Kannske ætti hún
bara að eignast barn! (48).
Þegar Ragna uppgötvar að liún er ófrísk, brosti hún „dreym-
in á svipinn ... Hvað var indælla, en að eignast barn með mann-
inum, sem maður elskaði, jafnvel þó hann sjálfur fylgdi ekki
með?“ (128), og hún lætur sig „dreyma hugljúfa dagdrauma um
barnið, sem hún ætlaði að elska með allri þeirri ást, sem faðir
þess vildi ekki þiggja lengur" (129).
Ástin, barnið og lífið er aðskilið starfinu og listinni hjá
Rögnu „sem ætlaði að lifa fyrir barnið sitt og vinna við það
sem hún hafði þegar lært“ (132).
Það er einkennandi fyrir byggingu Holdsins að frásögnin
stiklar á tyllidögum og helgum. Það er eins og vinnan sé ekki
til. Ýmsar andborgaralegar athugasemdir og þjóðfélagsleg gagn-
rýni sem finna má á víð og dreif um bókina hanga í lausu lofti
og oft í beinu misræmi við boðskap hennar. T.a.m. er talað um
„þetta erfiða, íslenska þjóðfélag þar sem allir urðu að vera borg-
aralegir til að henta aðstæðum“ (63) og að „efnahagskerfið sé
að fara með allt venjulegt fólk í hundana" (88).