Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
181
Þau gætu aldrei talað um neitt... í huga hans komst fátt annað að en
bílar og vélar. Hún vissi ekki til þess að hann hefði nokkurn tíma lesið
bók... Eða að ætla sér að tala við hann um „isma“ í málaralist eða bók-
menntum! (19); Það mátti einhver önnur fá hann, einhver sem vildi hafa
allt til alls á heimilinu. sem peningar gátu veitt. Sjálf vildi hún einhvem
til að elska, þó svo að hann ætti ekki krónu og hefði ekki vott af áhuga
á að eignast bíl (47).
Andstæða Gulla er Þráinn sem er listamaður og þar að auki
alveg sammála Rögnu í þjóðfélagsmálum, sbr. orð hans „Ég
heyri, að þú gerir þér gi-ein fyrir því sama og ég“ (38), þegar
hún býsnast yfir fólki sem rýkur til „að koma sér upp húsum,
bílum og góðum stöðum og öllu því sem yfirborðsmennskan
krefst“ (37). í rauninni gerir hann sér ekki fremur grein fyrir
því en Ragna, að sjálf er hún í forréttindastétt sem listamaður
með nóga peninga og er svo vel sett að hafa erft íbúð sína, og
því ekki þurft að rjúka til og koma þaki yfir höfuðið á sér.
Eitt aðaleinkenni skemmtisagna er yfirbreiðsla þjóðfélagslegra
vandamála og árekstra. Komið er á sáttum milli andstæðna og
óþægilegar staðreyndir sniðgengnar. Það eru skörp skil milli
opinbers lífs og einkalífs, og í samræmi við það er almennum
vandamálum lýst sem einstaklingsfyrirbrigðum. Raunveruleik-
inn er upphafinn, og því koma ekki fyrir neinir árekstrar milli
hans og þarfa einstaklinganna. Draumarnir rætast allir.
Allt þetta á við Holdið er torvelt að temja, og miðast öll at-
burðarás bókarinnar við að sýna hvernig draumar Rögnu um
ástina og barnið, þ.e. inntaka hennar í kvenhlutverkið, rætast.
Einmanakennd Rögnu, almennasta vandamál í nútímaþjóðfé-
lagi, verður hennar persónulega mál vegna óendurgoldinnar
ástar eins ákveðins manns: „Ósköp hlaut að vera indælt að vera
svona ástfanginn. Hvers vegna er ég alltaf svona utanveltu? Mér
líður eins og einhvers konar afgangi" (20). Þetta djúp milli
þess einstaka og þess almenna, milli persónulegra mála og þjóð-
félagsmálanna (þ.á m. listar) kemur á táknrænan liátt fram í
eftirfarandi málsgiein: „Dágóða stund eftir að síðasti sopinn
var runninn niður, sátu þau í hálfmyrkrinu og spjölluðu um
bækur og þjóðfélagsmálin, einkum alla þá einokun, sem ríkir
á landinu á ýmsum sviðum og fleira, bara ekkert, sem kom per-
sónulegum málum þeirra við“ (44).