Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 281
SKÍRNIR
RITDÓMAR
279
nestungu, og var í barnæsku hans talin allt að því helgur staður. Því að nú
á dögum eru öll verðmæti metin í peningum og afköstum á sálarlausan
hátt: „Bráðum kemur djöfull Hagvaxtarins, eða eitthvert annað ófétiskvik-
indi síst betra og ræðst á þessa lind.“ (244)
Já, tímarnir fara sannarlega versnandi. í Mosfellssveit var til dæmis
hreppstjóri, „eitt þeirra skálda er ort hafa upp Ijóð Jónasar Hallgrimsson-
ar í betrumbótarskyni". Halldór er ekki að taka þetta fram „okkar gamla
hreppstjóra" til hnjóðs, „heldur til að minna á að núna eru menn svo
dauðir úr öllum æðum á Islandi að einginn þorir leingur að vera ærlegur
sérvitríngur" (67—68). Slík úrkynjun tekur einnig til mataræðis og vefn-
aðar. Höfundurinn minnist hertra þorskhausa, sem hafa „líklega verið
eitthvert hið mesta lostæti sem til var á norðurhveli jarðar", en hafa því
miður „gleymst þjóðinni með öllu eftir að við tók hið bragðlausa lyktar-
lausa og náttúrulausa bjakk sem kemur útúr kæliskápum“ (26). Og vefn-
aðarvara úr vefstólum heimilanna „voru dýrgripir og listaverk i senn, að
minnstakosti i samanburði við auvirðilegt búðarskítti einsog haft er ofaná
rúm núna“ (106).
Að maður tali nú ekki um íslenzkt mál. Þegar sagan um Mjallhvít var
þýdd í annað skipti, „þá var máltilfinníng horfin úr landi og búið að
/.../ færa kóngsdótturina i samskonar göturæsabúning og þá var byrjað
að hafa á dagblöðunum. Þegar um tvent er að velja hrópum við einlægt:
gefið oss Barrabas lausan; að minnstakosti heimtum við í nafni lýðræðis-
ins að Barrabas hafi jafnrétti á við frelsarann" (131—32).
Er þessi menningargagnrýni Halldórs Laxness, og efasemdir hans um
nútíma „þjóðfélag" og „lýðræði", aðeins sérvizka eða afturhaldssemi? Hver
verður að svara þeirri spurningu á eigin ábyrgð, samkvæmt samvizku sinni
og mælikvarða á mannleg verðmæti. Hitt er víst, að heimur sá og mannlíf
það, sem í tuninu heima tysir, hafa verið undirstaða siðferðiskenndar skálds-
ins og æviverks gegnum öll skoðanaskipti.
í endurminningum borgaralegra rithöfunda er foreldraheimili þeirra
ósjaldan lýst sem hálfgerðu helvfti, miðstöð kúgunar og harðstjórnar. (Sbr.
t. d. Tjanstekvinnans son eftir August Strindberg.) Halldór Laxness hefur
aðra sögu að segja, mjög fallega. Hann segist „aldrei hafa kynst við jafn
vel gerðan mann í starfi hátterni og hugsunarhætti" (91) og föður sinn.
„Það var ró og öryggi kríngum Guðjón Helgason og einhver leynilegur
traustvaki bjó í manninum." (226) Það er auðséð, að skapgerð og fram-
koma þessa manns eru orðnir snar þáttur í hugmynd sonarins um gott
manneðli. Móður sinnar minnist hann meðal annars þessum orðum: „Þegar
ég hófst úr bernsku fanst mér að þau ár sem ég bjó við hné þessari konu
hefði ég notið sælu og umhyggju meiri en aðrir menn og var sannfærður
um að einginn maður hefði átt eins sæla bernsku." Samt segist hann í
rauninni aldrei hafa þekkt þessa konu: „Hún var huldukona. En mér
hefur þótt vænna um hana en aðrar konur." (20—21) En þessi dullynda
kona hefur eklti aðeins veitt syni sínum móðurlega hlýju og öryggi. Þó