Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 93
SKÍRNIR EGILL SKALLAGRÍMSSON í JÓRVÍK 91
eigi heyra orð hans ok eigi sjá hann.“ En konungi snýst hugur
þegar hann má eiga von á að Egill flytji sér glæsilega drápu.
Hann hefur orð drottningar að engu, biður Arinbjörn að koma
aftur til sín með Egil á morgun. Þegar þeir vinirnir á eftir voru
einir heima í garði Arinbjarnar, segir hann: „Allreiðr var kon-
ungr nú, en heldr þótti mér mýkjast skaplyndi hans nokkut,
áðr létti...“
Er furða þótt Agli sé hugstætt, að Eiríki hafi þótt gott til þess
að hugsa að sér yrði flutt lofleg drápa í áheyrn hirðarinnar —
eða því skyldi hann annars hafa viljað sjá Egil öðru sinni í höll
sinni? Það geta því ekki talist miklar skáldaýkjur — og margt
hafði Egill djarfara brallað — þótt hann minni konung á að
nú væri hann hér að boði lians, enda hefði verið til þess mælst
að hann fengi að flytja konungi drápu.
3
Þá segir Björn M. Ólsen: „í annan stað sést það á sjálfri
Höfuðlausn að Egill hefur ekki komið beina leið frá íslandi til
Jórvíkur, heldur hefur hann komið þangað frá Noregi —- því
í upphafi kvæðisins segir: „Vestr fórk of ver“. Þessi fullyrðing
Ólsens kemur undarlega fyrir í ljósi þess sem síðar segir í rit-
gerð hans:
Að vísu veit eg, að Bretland hið mikla, írland og eyjarnar þar í kring
voru kölluð löndin fyrir vestan haf, og „Vesturlönd", og miðuð við Noreg,
bæði af Norðmönnum og Islendingum, og að Landnáma því segir um suma
landnámsmenn sem hingað komu frá þessum löndum, að þeir hafi komið
„vestan um haf“, en vestan táknar hér ekki stefnuna í hafinu . . .
Hvað verður þá úr þeirri staðhæfiugu, að upphaf Höfuð-
lausnar sanni að Egill hafi komið til Englands frá Noregi?
Jón Helgason minnist líka á upphaf drápunnar og bendir á
að „vel gæti verið að forn málvenja úr Noregi, að farið sé vestur
til Englands, hefði haldist um sinn hjá Norðmönnum, sem komn-
ir voru í annað land, þó að hún ætti þar ekki við“. Má í þessu
sambandi minna á málvenjur í nútíðarmáli þar sem rangt er
farið með áttir. Um allt Suðurland er talað um að fara suður
(aldrei vestur) til Reykjavíkur, en Reykvíkingar segjast fara
vestur á ísafjörð — þótt stefnan sé í hánorður.