Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 252
250
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
fyrri hluta aldarinnar, hinar fimm hinsvegar ungar, líklega eng-
in þeirra samin fyrir 1275. (Urn tímasetningu textanna í Sturl-
ungu sbr. formála Guðna Jónssonar í þremur bindum útgáfu
hans, Reykjavík 1948). í þessu sambandi má taka það fram, að
Hákonar saga Hákonarsonar (100.000 orð) eftir Sturlu Þórðar-
son sýnir mjög svipaðar tölur og íslendinga saga eftir sama höf-
und: 142 finna(sk) en aðeins 7 hitta(sk), þ. e. a. s. 4.7%.
Af þeim tveimur sögum, sem Jónas Kristjánsson tekur til
samanburðar við Fóstbrœðra sögu um fornafnið einn, kemur
Heiðarvíga saga ágætlega heim við tilgátu mína um tímabundið
hlutfall milli hitta(sk) og finna(sk): 4 finna(sk) en 22 hitta(sk),
þ. e. a. s. 84.6%. Sama er að segja um þær eldri konungasögur,
sem ég hef fjallað um hér að framan:
hitta finna % hitta %
Oddr A 20 17 54.1
Oddr S 25 3 89.3
„Helgisaga“ ÓSH 27 11 71.1
Samkvæmt þróun þeirri, sem ég hef gert ráð fyrir, ætti í þessu
tilfelli Oddr S að sýna upprunalegra hlutfall en Oddr A.
Hinn samanburðartextinn hjá Jónasi, Ólafs saga Tryggvason-
ar eftir Snorra, ruglar hinsvegar myndina talsvert: þar eru aðeins
4 hitta(sk) á móti 29 finna(sk), þ. e. a. s. 12.1%. Þetta kann að
virðast einkennilegt, ekki sízt þar sem langstærsta sagan í Heims-
kringlu sýnir allt aðrar tölur: í Ólafs sögu helga (91300 orð) eru
20 finnafsk) en 63 hitta(sk), þ. e. a. s. 75.9% — eða nákvæmlega
sömu lilutföllin og í Egils sögu. En hér kemur sá möguleiki til
greina, sem áður hefur verið minnzt á, að afritari eða afritarar
hafi hróflað talsvert við hitta(sk) einmitt í Ólafs sögu Tryggva-
sonar, aftur á móti lítið eða alls ekki í Ólafs sögu helga.
í íslendingasögum þeim, sem ég hef áður tekið sem dæmi um
örugglega ung rit, samin á 14. öld, ætti samkvæmt minni tilgátu
hitta(sk) að vera hlutfallslega sjaldgæft. Útkoman verður á þessa
hitta finna % hitta %
Finnboga saga ramma 0 28 0.0
Víglundar saga 0 9 0.0
Hávarðar saga ísfirðings 1 22 4.0