Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
205
Nú stóð hún þarna, grannvaxin sautján ára telpa, alvörugefin á svipinn og
spurði móður sína hvort hún væri að missa vitið... einföld og blátt áfram
spurning, borin fram af einlægni og allt að því umhyggju (47).
En það er Sandra sem ber fram boðskap bókarinnar og af-
hjúpar frelsistilraun sögukonu sem blekkingu og vitund henn-
ar sem falska: „Ég .. . lilustaði á þessa ungu stúlku sem hafði orð-
ið á vegi mínum, nei, ekki á vegi mínum, heldur þeim vegi sem
ég hafði villst inn á og hélt að lægi til hamingjunnar" (143).
Með annan mann að bakhjarli hafði sögukona verið tilbúin
að gera uppreisn:
Eg er búin að brenna allar brýr að baki mér, gera uppreisn, uppreisn gegn
sjálfu ríkisvaldinu og þjóðkirkjunni, segja mig úr lögum við borgaralegt
samfélag, leggja fjölskyldulifið í rúst... Allt vegna þín, allt vegna þín...
eða öllu heldur, allt vegna ástarinnar. Astarinnar sem ég fann loksins hjá
þér eftir að hafa lifað í kalkaðri gröf i 19 ár (75).
Þegar þessi maður síðan bregst, er einnig uppreisnin fyrir bí,
og ekkert annað að gera en leita aftur í sama farið. Sandra skil-
greinir ást hennar sem blekkingu, sem „uppbót fyrir þetta inn-
antóma líf þitt í yfirfullum stofum“ (141). í draurni sínum um
hamingjuna hefur sögukona blandað saman sjálfumleika, frelsi
og ást, og ekki treyst á sjálfa sig sem sjálfstæða og óháða mann-
eskju. Uppreisn hennar nær ekki út fyrir venjubundið kynhlut-
verk. tlún gefur sig algerlega á vald elskhuganum og lætur
hann fara með sig eins og honum sýnist. Samband Jjcirra verður
ekki til að styrkja sjálfumleika hennar heldur sjálfseyðileggingu.
Gagnvart honum er frelsunin falin í að þurrka sig út, í sjálfs-
eyðileggingarhvöt sem er kynferðislegs eðlis: „Nei, ég bíð, bíð
og skelf. Og eftir að hann er kominn þá hætti ég samt ekki
að skjálfa, ég skelf og nötra. En þá skelf ég ekki lengur af
kulda ..(7).8
Undir niðri gerir hún sér grein fyrir vonlausri stöðu sinni,
en eygir enga leið út úr henni aðra en uppgjöf:
Þú fórst með mig eins og dræsu, sparkaðir mér fram úr rúminu þegar þú
varst búinn að hafa not af mér og ég laumaðist heim og hélt áfram að
leika hlutverk fyrirmyndar húsmóður, eiginkonu, móður, undirbjó basar-