Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 168
166
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Hann [Ólalur] hefur grun um, að þeir ráði yfir leynilegum vopnabúrum,
þótt ekki sé það fullsannað. Hann óttast, að þessi samtök kunni að stofna
til alvarlegra óspekta, reyni t. d. að meina mönnum aðgang að alþingishús-
inu eða láti eitthvað enn verra af sér leiða. Hann lætur í það skína, að
hann búist til gagnráðstafana og bjóði út liði ungra íhaldsmanna... .13
Leynisamtökin létu ekki á sér kræla, en loft var lævi blandið.
Lokaatkvæðagreiðsla um Keflavíkursamninginn fór fram á
alþingi, 5. október 1946. Féllu atkvæði þannig, að uppkastið,
með umsömdum breytingum, var samþykkt með 32 atkvæðum
gegn 19. Þingflokkur framsóknarmanna klofnaði eins og Her-
mann Jónasson hafði boðað bandaríkjamönnum. Greiddi minni-
hlutinn, 6 þingmenn, atkvæði með samningnum. Meirihlutinn,
7 þingmenn undir forystu Hermanns, skipuðu sér í sveit með
sósíalistum og vinstri væng Alþýðuflokksins. Eftir atkvæðagreiðsl-
una tilkynnti Sósíalistaflokkurinn, að aðild hans að stjórnarsam-
starfinu væri lokið. Nýtt skeið var að hefjast í íslenskum stjórn-
málum. Keflavíkurflugvöllur var afhentur íslendingum 25. októ-
ber 1946, og 8. apríl 1947 liurfu síðustu hermennirnir úr landi.
American Overseas Airways tók við rekstri flugvallarins í um-
boði bandaríska hermálaráðuneytisins.
Frásögn af þeirri torsóttu stjórnarmyndun sem hlaust af Kefla-
víkursamningi fellur utan við ramma þessarar greinar. Þó má
geta þess, að bandaríkjastjórn fylgdist náið með stjórnarmynd-
uninni og gerði sitt ýtrasta til þess að halda sósíalistum utan
stjórnar. í ljós kom, að bandaríkjamenn voru áhrifalausir á
þessu sviði. Flokksforingjarnir neituðu að fylgja leiðsögn þeirra.
Hermann Jónasson og Ólafur Thors kepptu um hylli sósíalista
og lögðu sig í líma við að fá þá til stjórnarsamstarfs. Bandaríkja-
menn minntu Hermann Jónasson á heit hans að eiga ekkert
samstarf við kommúnista. Þetta bar engan árangur og í Was-
hington varð mönnum heitt í hamsi vegna meintra heitrofa
Hermanns. Tortryggni bandaríkjamanna í garð Ólafs Thors
blossaði upp á nýjan leik. Sendiráðsmenn í Reykjavík vöktu
athygli Ólafs á því, að stjórnarmyndun með kommúnistum ylli
vonbrigðum á vesturlöndum. Ólafur svaraði því til, að „það
gilti sig einu því hann vissi, hvað íslandi væri fyrir bestu“. Sá