Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 269
SKÍRNIR
RITDOMAR
267
’Wtí
í upphafi aðcius haft fyrir sér einhverja beinagrind sögunnar um Þórólf,
sem hann hafi síðan klætt holdi og blóði, m. a. með því að nota sér atriði
sem hann þekkti úr bókum.
Þetta kemur raunar heirn við það sem Bjarni segir (bls. 28) að sennilegast
sé að megineinkenni Egils í sögunni hafi verið í samræmi við arfsagnir,
a. m. k. að einhverju leyti, en með því sé ekki sagt hversu efnismiklar þær
hafi verið nc hvernig þær hafi greint frá einstökum atriðum. Þetta er vita-
skuld laukrétt, og rannsókn Bjarna beinist einmitt að því, eins og áður var
sagt, að sýna fram á livernig söguhöfundur hefur skapað listræna heild úr
brotasilfri arfsagnanna, m. a. með því að hagnýta sér efnisatriði sem hann
sótti í bækur.
Bjarni leggur á það áherslu að Egils saga sé allt annað en sagnfræði, enda
þótt höfundur hafi stuðst við rit eins og konungasögur og Landnámu um
einstök atriði. Meðferð söguhöfundar á bókmenntalegum minnum sýnir
það raunar glöggt að honum er rneira i mun að skapa lifandi persónur,
lifandi frásögn, sem mótuð er af ákveðnum meginviðhorfum, heldur en að
binda sig við sögulegar heimildir. Oft hefur verið á það bent hver munur
sé á lýsingu Haralds hárfagra í Eglu og Heimskringlu, ekki síst í frásögn
Egils sögu af framkomu Haralds við Þórólf Kveldúlfsson. Bjarni skýrir
þetta með því að benda á hliðstæðuna við rógburðarsöguna í Þinga sögu,
|>ar sem Sigurður Jórsalafari gegnir svipuðu hlutverki og Haraldur hárfagri
í Egils sögu, eða eins og Bjarni orðar það: „Bag Eglas billede af kong Harald
skimtes den mistroiske, lunefulde og hævngerrige Sigurðr Jórsalafari i
Þinga saga“ (bls. 154). Eins og Bjarni tekur fram (bls. 42) er naumast vafi
á því að Egluhöfundur hefur þekkt sögu um Harald hárfagra, en litlar
líkur eru á því að hann hafi sótt lýsinguna á framferði Haralds þangað, og
því virðist skýring Bjarna hafa mikið til síns máls.
Greinargerð Bjarna fyrir því hvernig Egluhöfundur hefur unnið úr róg-
burðarsögunum í Jómsvíkinga sögu og Þinga sögu er gott dæmi um það
hversu honum tekst að varpa Ijósi á vinnubrögð söguhöfundar. Frásögn
Egils sögu er eltki aðeins brædd saman úr hinum tveimur, heldur aukin
með fjölda einstakra atriða, svo sem lýsingum á finnferðum Þórólfs og á
Finnmörku sjálfri; öll atburðarásin er lifandi og spennandi, á allt annan
veg en þurr frásögn Þinga sögu. Hér er greinilega skapandi höfundur að
verki, en ekki endursögn arfsagna.
Einni athugasemd má skjóta hér inn. Bjarni gerir ráð fyrir að lýsing
Þinga sögu á veislu Sigurðar Hranasonar hafi verið fyrirmynd Egils sögu
að lýsingunni á veislu Þórólfs Kveldúlfssonar. Vissulega eru þar sambærileg
atriði, en gallinn er sá, að engan veginn er öruggt að veislulýsingin í Þinga
sögu sé eldri en Egils saga. Kaflinn er aðeins varðveittur í Huldu, en er
hvorki í Morkinslcinnu né Þinga þætti. Gustav Storm hélt því fram að kafl-
anum hefði verið sleppt í Morkinskinnu, en rökstuddi það ekki nánar,
enda mun torvelt að finna gild rök fyrir því. Bjarni telur ósennilegt að
kaflinn geti verið viðbót í Huldu (bls. 151 nm.), en rökstyður það ekki. Hitt