Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 24
22
RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDOTTIR
skírnir
jafnvel pólitískri afstöðu. Meðal liöfunda í Árbókinni 1958 voru
Elías Mar, Jóhannes Helgi, Jón frá Pálmholti, Matthías Johann-
essen og Sigurður A. Magnússon.
Árbók skálda 1956 og 1958 kom sem fylgirit með Nýju Helga-
felli sömu ár.
Birtingur
1.-2. árg. Rv. 1953-54.
Ritstj. Einar Bragi Sigurðsson.
í inngangi segir ritstjóri m. a.: „Birtingur vill einkum verða
vettvangur ungs fólks, er leggur stund á listir ýmis konar ....
Blaðið treystir því, að almenningur afsanni þá skoðun, sem orðin
er ærið útbreidd, að ekki þýði lengur að bjóða ljóða- og sögu-
þjóðinni annað en glæpa- og gleðisögur af allra verstu gerð.“
Birtingur gaf lesendum innsýn í umræðu líðandi stundar urn
listir og menningarmál. Nokkuð var fjallað um tónlist, myndlist,
leiklist, byggingarlist og kvikmyndalist, en höfuðálierzla lögð á
bókmenntir, skáldskap og ritdóma. Úthlutun listamannalauna
var til umræðu og ekki allir á eitt sáttir frekar en endranær. Skáld-
in, sem birtu Ijóð í Birtingi, voru fylgismenn nýrrar stefnu í
ljóðagerð, oft nefnd atómskáld, þ. á m. Jón úr Vör, Sigfús Daða-
son, Jón Óskar, Elías Mar, Einar Bragi o. fl. Af smásagnahöf-
undum má nefna Ástu Sigurðardóttur og Indriða G. Þorsteins-
son.
Birtingur
Tíraarit um bókraenntir, listir og önnur menningarmál. 1.—14. árg.
Rv. 1955-68.
Ritstj. Einar Bragi Sigurðsson (1955—68), Geir Kristjánsson (1955—56), Hann-
es Sigfússon (1955), Hörður Ágústsson (1955—68), Jón Óskar (1955—68), Thor
Vilhjálmsson (1955—68), Björn Th. Björnsson (1958—63), Jóhann Hjálmarsson
(1958—60), Atli Heimir Sveinsson (1964—68).
Birtingur framfylgdi þeirri stefnuskrá sinni „að efla kynningu
með almenningi og listamönnum nýrra viðhorfa, að skapa vett-
vang fyrir umræður og ritdeilur um menningarmál, að greiða
fyrir erlendum menningarstraumum hingað, sem hafa merkust
ítök í samtíma okkar“. í ritinu birtust ritgerðir um flestallar