Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 285
SKÍRNIR
RITDÓMAR
283
I túninu heima er saga ákveðins tímaskeiðs og staðar, og um leið saga hans
sjálfs. Sviðið má kalla þröngt, og því er lýst af alúð og nákvæmni, enda
minnir skáldið okkur á, að sönn list er í því einu fólgin „að vanda smáatr-
iðin — alt hitt gerir sig sjálft". Ekki heldur má nein áreynsla sjást, „alt
verður að koma einsog af sjálfu sér" (152). Sjálfur hefur hann fullnægt þeim
skilyrðum af einstæðri snilld. En á þessu þrönga sviði, á þessu túni, spinnast
örlagaþræðir manna. Þaðan sér víða um heim.
Peter Hallberg
GRIPLA I
Ritstjóri Jónas Kristjánsson
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Rit 7
Reykjavík 1975
í fyrra bar svo til að hóf göngu sína nýtt tímarit um íslensk fræði, Gripla,
gefið út af sjálfri Árnastofnun í Reykjavík, hið vandaðasta rit að allri sinni
ytri gerð eins og aðrar bækur stofnunarinnar. En furðu hljótt hafa þessi
tíðindi farið það ár sem liðið er síðan Gripla kom út.
í Griplu er ætlunin að eftirleiðis birtist „ýmsar ritgerðir og minnisgreinar
um íslensk fræði, og einnig vísindalegar útgáfur stuttra texta eða brota,"
segir í formála fyrir ritinu. „í Árnastofnun falla einlægt til rannsóknarefni
af ýmsu tagi sem eru of viðalítil til að birtast ein sér, og er hagkvæmt að
safna þeim saman í bindi. Ætlunin er að Gripla komi framvegis út einu
sinni á ári, 12—14 arkir í hvert sinn.“
Meginefni hinnar fyrstu Griplu er fimm erindi sem flutt voru á alþjóð-
legu þingi um íslenskar fornsögur í Reykjavík sumarið 1973, öll á ensku:
„The Extant Icelandic Manifestations of Ragnars saga loðbrókar" eftir
Rory W. McTurk; „íslendingadrápa and Oral Tradition" eftir Jónas Kristj-
ánsson; „Antipagan Sentiment in the Sagas of Icelanders" eftir Paul Schach;
„Paganism and Literature: The So-called ‘Pagan Survivals’ in the samtíðar-
sögur" eftir Régis Boyer; „Iceland and the Rise of Literature in ‘terra nova’"
eftir Kurt Schier. Ennfremur eru í ritinu greinar á íslensku eftir Davíð
Erlingsson: Illuga saga og Illuga dans"; Óskar Halldórsson: „Sögusamúð og
stéttir", sem raunar einnig var „fyrir öndverðu" erindi á fornsagnaþing-
inu; Ólaf Halldórsson: „Rímur af Finnboga ramma"; Helga Guðmunds-
son: „Rúnaristan frá Narssaq", og önnur smágrein er þar eftir Helga á
ensku: „The East Tocharian Personal Pronoun lst Person Singular Mascu-
line: A Case of Pronominal Borrowing". Af þessu efni má ætla að þrjár síð-
asttöldu greinarnar, 20 bls. af efni ritsins sem er 216 bls. að stærð, hafi
„fallið til“ innan stofnunar.
Hér er nú ekki ætlunin að ræða neitt nánar uin efni hinnar fyrstu Griplu.
En fyrir utan sina fræðilegu verðleika er margt af því vissulega læsilegt og