Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 271
SKÍRNIR
RITDÓMAR
269
eftirfarandi kafla: I. Kristnitakan á íslandi, atburðarás og heimildir. 2. Lög'
og stjórnmál. 3. Trú og samfélag. 4. Hallfreður vandræðaskáld. 5. Kristin-
dómur í íslenskri mótun.
Atburðarás kristnitökunnar rekur Dag samkvæmt íslendingabók og gerir
jafnframt grein fyrir heimildargildi hennar og vinnubrögðum Ara fróða.
íslendingabók telur hann einu heimild um kristnitökuna, sem standist vís-
indalega sagnfræðilega gagnrýni og að undanskildum einum eða tveimur
frásögnum í Landnámabók og nokkrum lausavísum, séu allar aðrar heim-
ildir um þessa atburði annars flokks. Aðrar íslenskar heimildir séu svo
miklu yngri, en auk þess hafi andi klaustranna svifið yfir vötnum við ritun
þeirra. Dag Strömbáck nefnir einnig, að frásögn Ara kunni að vera ein-
hliða, þar sem helsti heimildarmaður hans var sonur sendiboða Ólafs kon-
ungs, en telur þó ekki ástæðu til að rengja frásögn íslendingabókar af
atburðum á Alþingi.
Kristnitökuna tekur Dag Strömbáck til umfjöllunar frá þremur sjónar-
hornum, hinu lagalega, hinu stjórnmálalega og hinu trúarlega. Hann gerir
í stuttu máli grein fyrir mikilvægi laganna í forníslenska samfélaginu og
hlutverki lögsögumannsins. Síðan lýsir hann því, hvernig Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði hafi lagt áherslu á lögin í örlagaræðu sinni og ekki látið áheyr-
endur sína vita, hvaða lög hann ætlaði að segja upp, fyrr en þcir höfðu
heitið að halda þau. Frá því daginn áður hafi hann markvisst unnið að því
að semja lög, sem héldu við, eftir því sem unnt var, þeirri þróun, er mótast
hafði á dögum heiðninnar. Þetta hafi Þorgeir glímt við undir feldinum.
A stjórnmálasviðinu leggur Dag Strömback áherslu á stjórnmálasamskipti
íslands út á við engu síður en innanlandsástand stjórnmála á þessum tíma.
Dregur hann fram, hver þáttur Ólafs konungs Tryggvasonar hugsanlega gat
verið í þessari framvindu, og telur jafnvel ekki útilokað, að hann hefði
haldið her rnanns til íslands, ef mál hefðu skipast á annan veg en raun
bar vitni.
Trúin og samfélagið er veigamikill kafli í riti Dags. Þar gerir hann í
upphafi grein fyrir hlutverki goðans í þjóðveldi heiðninnar, bæði að því
er varðar mannaforráð og helgiathafnir. Hvað prestshlutverk goðans snertir,
vitnar höfundur til Úlfljótslaga í Landnámabók og víkur að rannsóknar-
sögu þess texta, er um það fjallar. Skoðanir fræðimanna um þennan texta
hafa sem kunnugt er verið skiptar og sumir hafa viljað halda því fram, að
hér sé um tiltölulega ungan uppspuna að ræða. Aðrir hafa þó með veiga-
miklum rökum mælt því i gegn. Niðurstaða Dag Strömbácks er sú, að það
sem í þessum texta segir um prestshlutverk goðans á dögum heiðninnar
byggi á haldbærum heimildum.
í þessari niðurstöðu virðist mér Dag Strömbáck hafa mikið til síns máls.
Vil ég nefna hér tvö atriði þvf til enn frekari stuðnings, en á þessum vett-
vangi er að sjálfsögðu ekki tóm til að taka þau til æskilegrar meðferðar.
1 fyrsta lagi hefur því verið haldið fram, að ekki sé sjáanlegt, að beint sam-
band hafi verið á milli þinganna og hofanna á íslandi til forna. Þessi stað-