Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 250
248
PETER HALLBERG
SICÍRNIR
arþokki), til Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason (undir
clýrð, gnadd og gneisti), til Páls sögu og Þorláks sögu biskups
(undir pipra). En með „klausum“ þeim í Fóstbræðra sögu, sem
Jónas reynir að afmarka „glögglegar en gert hefur verið til
þessa“ (74), er eflaust hægt að finna margar hliðstæður einnig
í gömlum ritum. Ef sagt er í Fóstbrœðra sögu t. d. „með glöðu
brjósti“ (M, F) (75), þá lesum við í Ólafs sögu Tryggvasonar
eftir Odd Snorrason „með hörðu brjósti“ (1133 og 11324, A og S).
Mér þætti ekki ólíklegt, að mikinn meirihluta orðaforða og
talshátta Fóstbrœðra sögu væri ekki síður hægt að skýra út frá
sambandi við ýmis eldri rit en við klerklegt mál í lok 13. aldar.
2
Mig langar í sambandi við Fóstbrœðra sögu að benda á máls-
einkenni, sem mér hefur reynzt athyglisvert sem tilvísun um
afstæðan aldur íslenzkra sagnatexta. Hægt er að nota annað-
hvort hitta(sk) eða finna(sk) í merkingunni ‘mæta(st’). En hlut-
föllin milli þessara orða eru mjög breytileg frá einni sögu til
annarrar, frá einum höfundi til annars. Rannsóknir mínar virð-
ast gefa í skyn, að það hafi átt sér stað greinileg þróun á 13. öld,
þannig að finna(sk) hafi jafnt og þétt verið að vinna á á kostnað
hittafsk). Ef þessi skilningur minn er réttur, ættu eldri textar,
frá því um 1200 eða frá byrjun 13. aldar, aðallega að hafa
hittafsk), en textar í lok aldarinnar eða eftir 1300 aðallega
finna(sk). En sögur eru misjafnlega vel geymdar. Við slíka þróun,
sem liér hefur verið gert ráð fyrir, má auðvitað búast við að
afritarar breyti kannski stundum orðinu hitta(sk) í finna(sk),
af því það síðarnefnda var orðið þeim tamara; hinsvegar væri
breyting í hina áttina mjög ósennileg. Samkvæmt þessu væri þá
liugsanlegt, að saga sem sýnir í handritum þeim sem geymd hafa
verið tiltölulega fá dæmi af hitta(sk), hafi í frumriti haft önnur
hlutföll og væri þrátt fyrir allt gömul. Mikla tíðni hitta(sk) væri
aftur á móti alls staðar að skoða sem talsvert miklu öruggara
aldurseinkenni.
Tilgáta mín byggist auðvitað á tölum úr mörgum textum.
Hinn yfirgnæfandi meirihluti þeirra kemur, að því er ég bezt
fæ séð, ágætlega heim við mynd þá sem hér hefur verið dregin