Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 140
138
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
og utanþingsstjórnar. Ólafur spurði síðan, hvort bandaríkja-
stjórn gerði sér að góðu, að hann byðist til könnunarviðræðna.11
Orð Ólafs verður að túlka í ljósi þeirrar málamiðlunar, sem
hann hafði á prjónunum. Ef bandaríkjamenn féllust á bráða-
birgðalausn, var hann vongóður unr, að ekki kæmi til stjórnar-
slita. Hann vildi því leiða bandaríkjastjórn það fyrir sjónir, að
vegna innanlandsástandsins væri ekki að vænta samninga um
varanlega lausn. Mistækist málamiðlun við sósíalista, var liann
reiðubúinn til að láta herstöðvamálið varða stjórnarslitum, ef
vissa væri fyrir nýrri meirihlutastjórn.
Meðan Ólafur Thors hamaðist við að fjarlægja þann fleyg, sem
lagt hafði verið í nýsköpunarstjórnina, streittust aðrir í and-
stæða átt. Var þar fremstur í flokki Vilhjálmur Þór, bankastjóri
Landsbankans. Heimildir eru fyrir því, að þá um sumarið sótt-
ist Vilhjálmur eftir samneyti við Dreyfus og hvatti til þess, að
Bandaríkin flýttu beiðni um herstöðvar og gæfu Ólafi engin
grið. Vilhjálmur beitti sér jafnframt fyrir stjórnarskiptum og
leitaði hófanna hjá Thor Thors sendiherra, að þeir hefðu milli-
göngu um nýja stjórnarmyndun Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokks. Thor léði því ekki eyra, enda ákveðinn stuðningsmaður
nýsköpunar.12 í forystuliði Sjálfstæðisflokksins átti Vilhjálmur
hins vegar bandamann, Björn Ólafsson, samráðherra sinn í utan-
þingsstjórninni. Björn tók eindregna afstöðu gegn samstarfi við
sósíalista og skipaði sér í stjórnarandstöðu ásamt fimm sjálf-
stæðisþingmönnum, er voru svipaðrar skoðunar. Tillaga Sveins
Björnssonar forseta um nýja stjórnarmyndun sýnir, að máttar-
stólpar utanþingsstjórnarinnar lögðust á eitt að nota herstöðva-
málið til þess að bola nýsköpunarstjórninni frá völdum. Frá 1.
október var Vilhjálmur í stöðugu sambandi við Dreyfus og
eggjaði bandaríkjamenn fast að knýja Ólaf til þess að samþykkja
herstöðvabeiðnina tafarlaust. Beiðnina bæri að birta til þess
að „svæla þá [sósíalista] út. ...“ Vilhjálmur og Jónas Jónsson
frá Hriflu fullvissuðu Dreyfus um, að þingmeirihluti væri fyrir
leigusamningi, en við drátt málsins magnaðist andstaða komm-
únista. Ekki þyrfti að sýta fall nýsköpunarstjórnarinnar. Hún
ætti sér eðlilegan arftaka í samsteypustjórn sjálfstæðis- og fram-
sóknarmanna undir forsæti Bjarna Benediktssonar.13 í Reykja-