Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 136
134
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
bandaríkjamönnum síðan, að slík beiðni væri „með öllu ótíma-
hær“. Alþingi mundi liafna henni, en Sósíalistaflokkurinn kynni
áður að hrökklast úr ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn og
stjórnarandstaðan, framsóknarmenn, væru ósættanleg og gætu
þeir flokkar ekki myndað nýja stjórn. Afleiðingin yrði stjórnar-
kreppa og valdalaus utanþingsstjórn. Ólafur ýjaði að því að
farsælast yrði að láta málið „liggja í láginni þar til að afstöðn-
um kosningum 1946“. Sveinn Björnsson forseti sagði Dreyfus,
að nokkurra vikna frestur gæti verið til bóta, þar sem alþingi
væri önnum kafið við verðstöðvunaraðgerðir. Einnig væri æski-
legt að fá þannig ráðrúm til þess að „undirbúa jarðveginn“ og
nýja stjórnarmyndun.4 Utanríkisráðuneytið í Washington tók
tilmælum forseta ekki fjarri, en efaðist um, að stjórnarmyndun
tækist innan umrædds tíma. Þá óttaðist ráðuneytið, að herstöðva-
beiðnin spyrðist smám saman út til almennings, er brygðist illa
við henni undir slíkum kringumstæðum. Ráðuneytið leitaði þó
umsagnar Dreyfus sendiherra um stuttan frest, en lagði áherslu
á, að í engu yrði hvikað frá herstöðvakröfunum, þær væru „ófrá-
víkjanlegar". Dreyfus hvatti ótrauður til þess að enginn frestur
yrði veittur:
Tilmælin koma af stað miklum æsingum, hvenær sem þau verða fram bor-
in ... Forsætisráðherra er tækifærissinni, sem lætur einskis ófreistað til þess
að hanga við völd og stjórna eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. Einnig
er líklegt að erfiðleikar spretti af meðfæddri íslenskri þrjósku og þessari an-
kannalegu sjálfstæðisþráhyggju sem nú er ríkjandi eftir frelsun landsins
undan aldalangri stjórn dana, svo og óbeit á allri samningsgerð sem líkleg
þætti til þess að stofna sjálfstæðinu í voða .. . .B
Bandaríkjastjórn fór að ráðum sendiherrans, og 1. október
var formleg beiðni urn leigu herstöðvanna þriggja (Keflavíkur,
Hvalfjarðar og Fossvogs) til langs tíma afhent Ólafi Thors.
Forsætisráðherra gramdist, að bandaríkjastjórn skyldi virða óskir
hans að vettugi, einkum þar sem ekkert mælti gegn áframhald-
andi hersetu án samninga.8 Hann lagði beiðnina fyrir ríkis-
stjórnina, og alþingi var kallað saman til lokaðs fundar. Skipuð
var nefnd með fulltrúum allra flokka til þess að fjalla um málið,
gem átti að öðru leyti að halda leyndu. Orðsveimur hafði þó