Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 65
SKÍRNIR
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR
63
Ritinu var ætlað að taka við því hlutverki Óðins að leggja rækt
við persónusögu, en auk þess fjalla um þjóðmál og menningar-
mál. Ekki birtist skáldskapur í ritinu, en Gils Guðmundsson
ritaði greinar um bókmenntir og sögu og þætti um íslenzka
blaðamennsku.
Vetrarbrautin
Tímarit til skemmtunar og fróðleiks. 1. hefti. ísaf. 1907—08.
Ritstj. Guðmundur Guðmundsson, Lárus Thorarensen.
Efni ritsins var sögur og kvæði, frumsamið og þýtt af Guðmundi
Guðmundssyni og Lárusi Thorarensen. Einnig voru birtar
nokkrar þjóðsögur, prentaðar eftir frásögnum og liandritum.
VlNNAN
Útg. Alþýðusamband íslands. 1.— árg. Rv. 1943—66, 1973— .
Vinnan var stofnuð sem málgagn verlcalýðssamtakanna og fjall-
aði mest um atvinnumál, félagsmál og kjarabaráttu. Þar birtist,
einkum í ritstjórnartíð Friðriks Halldórssonar (1943) og Karls
ísfeld (1944—50), mikið af skáldskap íslenzkra höfunda, þ. á m.
eftir Jóhannes úr Kötlum, Ólaf Jóh. Sigurðsson, Jón úr Vör,
Jón Óskar, Stefán Hörð Grímsson, Halldór Stefánsson, Elías
Mar, Einar Braga og marga fleiri. Vinnan kom út á ný eftir 6
ára hlé 1973 og var þá Menningar- og fræðslusamband alþýðu
einnig útgáfuaðili að ritinu, en í því birtist ekki bókmenntaefni.
VlNNAN
Útg. Útgáfufélagið Vinnan. 6. árg., 12. tbl.—8. árg. Rv. 1948—50.
Ritstj. Sigurður Róbertsson (1949), Jón Rafnsson (1950).
Þessir árgangar komu út samhliða samnefndu riti Alþýðusam-
bandsins 1948 (12.tbl.) —1950. Einnig í þessari Vinnu birtist tölu-
vert af skáldskap, s. s. eftir Elías Mar, Sigríði Einars, Þorstein
Valdimarsson, Friðjón Stefánsson, Vilhjálm frá Skáholti o. fl.
Framhald af þessu riti varð síðan Vinnan og verkalýðurinn
(1951—57), en þar birtust öðru hverju ljóð.