Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 277
SKÍRNIR RITDÓMAR 275
persónuleg viðbrögð skáldsins, rökrétt afleiðing af mannhyggju hans og
húmanisma.
í grein sinni „Skáld í samfélagi. Nokkrar athuganir" fjallar Ólafur Jónsson
um Ólaf Kárason í Heimsljósi, þó með hliðsjón af öðrum skáldalýsingum
í verkum Halldórs Laxness. Ólafi tekst ágætlega að lýsa stöðu skáldsins og
þeim kröftum, sem togast á um hann: annars vegar skáldleg uppljómun ofar
stund og stað, fegurðin sem sjálfstæð höfuðskepna; hins vegar vamarlaus
manneskjan í allri sinni nekt og þjóðfélagið í öllum sínum ljótleika og við-
bjóði. Það fer vel á því, að einmitt Heimsljósi skuli hafa verið gerð skil í
sérstöku erindi. Um þessa sögu segir Ólafur Jónsson meðal annars: „Þar
finnst mér birtast til mestrar hlítar spennusviðið í skáldskap höfundarins,
auður máls og stíls og mannskilnings. Þótt formerki hennar hafi breytzt er
heimsmynd hans alla tíð síðan í rauninni alsköpuð í Heimsljósi, tragísk
í grundvallaratriðum, og rúmar kannski þess vegna sanna ímynd mannlegs
mikiileika." (133) Margur lesandi mun vera þeim orðum Ólafs sammála.
Grein Njarðar P. Njarðvik, „Samfúnía. Fáein orð um þjóðfélagslega um-
fjöllun í skáldsögum Halldórs Laxness", hefst á ummælum skáldsins eða
sögumanns hans um þjóðfélagið á seinni árum. Sögumaðurinn í Guðsgjafa-
þulu „kemur ekki þjóðfélagi fyrir sig nema sem óskiljanlegu kvikindi ‘sem
oft er talað um í Danmörku'. Eða plágu sem tröllríður fólki". Það megi
skilgreina þjóðfélag „sem suð í óánægðu fólki sem hefur lent í einhverju
basli“ (135). Höfundurinn kvað einnig í sjónvarpsviðtali hafa „látið í ljós
allmikiar efasemdir um að nokkuð það væri til sem kalla mætti þjóðfélag"
(136).
Við þetta mætti nú bæta svipuðum ummælum skáldsins í ævisögubókinni
1 túninu heima 1975: ,,‘Þjóðfélagið’ var ekki einu sinni til þegar ég var
að alast upp; við skulum vona að það sé til núna svo hægt sé að bæta það
þó áritun þess sé óþekt og ekki hægt að fara í mál við það.“ Höfundurinn
segist hafa spurt gáfaðan kunningja sinn, „hvaða félagsskapur þetta væri —
hvort það væri þjóðin eða ríkið, eða ríkisstjórnin, eða alþingi, kanski summ-
an af öilu þessu“, og fengið að lokum svarið: „Ætli það sé ekki einna helst
lögreglan?" „Eitt er víst“, athugar svo höfundurinn sjálfur, „að oft þegar
menn tala um þjóðfélag, meina þeir stríðsfélag eða ófriðarfélag, þar sem
einlægt er verið að jagast og fljúgast á; annað ekki“ (102—103).
Af slíku viðhorfi finnst Nirði „freistandi að draga þá ályktun að hlutverk
skáldsögu sé að sneiða hjá hvers konar boðskap, snúa baki við allri lífsbar-
áttu, yppta öxlum við hugmyndafræði í sérhverri mynd, en ástunda full-
komnun frásagnar sem svífur í gullnu tómi listrænnar nautnar; Listin fyrir
listina" (136). Njörður fer þó ekki lengra út í þá sálma, heldur snýr sér
skyndilega að þeim tima, þegar Halldór Laxness ætlaði verkum sínum það
hlutskipti að „leggja lið baráttu alþýðunnar fyrir betri tilveru" (137). Þannig
verður grein hans hliðstæð erindi Vésteins Ólasonar, þó að efniviðurinn sé
nú skáldsögur höfundarins.
En að lokum tekur Njörður upp þráðinn frá inngangi greinar sinnar og