Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 92
90 KRISTJÁN ALBERTSSON SKIRNIR
fram skilningur liöfundar á atferli Egils, þegar hann herti hug-
inn og hélt til Jórvíkur á fund svarinna, grimmra óvina.
2
Björn M. Ólsen mun fyrstur meiri háttar fræðimanna hafa
rökstutt ýtarlega þá skoðun, að kveðskapur Egils ómerki í ýmsu
frásögn sögunnar af Jórvíkurför. Hann segir í ritgerð í Timariti
bókmenntafélagsins 1897 að frásögnin komi „í sumum megin-
atriðum" í bága við það, sem Egill segi sjálfur um ferð sína,
einkum í Höfuðlausn og Arinbjarnarkviðu.
Fyrst og fremst getur það ekki verið rétt, að Egill hafi komið af hend-
ingu og móti vilja sínum til Englands. í 2. erindi Höfuðlausnar segir hann:
Buðumk hilmir iöð,
þar ák hróðrar kvöð,
eða að konungur hafi boðið sér heim, og þar eigi hann kvöð til að yrkja
um hann. Þetta mundi skáldið ekki hafa dirfst að segja frammi fyrir sjálfum
konungi og allri hirð hans, ef það hefði ekki verið satt.
Jón Helgason prófessor minnist á þessi sömu vísuorð í Höf-
uðlausnarhjali, ritgerð í afmælisriti til Einars Ólafs Sveinssonar,
1969, og segir:
Löð heitir það ef rnanni er boðið inn til að þiggja greiða (eins og sagt
var að laða gesti). Hér er þá talað um konung er býður til sín skáldi, en
skáldið telur sér skylt að yrkja um hann lof í staðinn. Þessi viðskipti kon-
ungs og skálds eru næsta ólík því sem er í Egils sögu.
Svo kann að virðast í fljótu bragði.
En hvað var á undan gengið, áður en Egill orti drápu sína til
konungs? Hann hafði farið á fund Arinbjarnar vinar síns, sem
hét honum liðveislu sinni. Þeir ganga fyrir konung, en hann
hvessir augun á Egil, tekur honum reiðilega og segir: „Áttu
engis annars af ván, en þú munt deyja skulu; máttir þú þat vita
áðr, at þú myndir enga sætt af mér fá.“ En Gunnhildur segir:
„Hví skal eigi þegar drepa Egil..Arinbjörn verður fyrir svör-
um, og segir að ef Egill hafi illa mælt til konungs, þá megi
hann „þat bæta í lofsorðum þeim, er allan aldr megi uppi vera.“
Það stendur ekki á svari Gunnhildar: „Vér viljum ekki lof hans
heyra: láttu, konungur, leiða Egil út ok liöggva hann; vil ek