Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 91
SKÍRNIR EGILL SKALLAGRÍMSSON í JÓRVÍK 89
sumarið áður, meðan Hákon og Eiríkur deildu um Noreg, segir
sagan að verið hafi farbann þaðan til allra landa „ok kómu þat
sumar engi skip til íslands og engi tíðendi ór Noregi“. Agli er
sagt að Eiríkur væri „skammt þaðan uppi í borginni Jórvík,“
en með honum Arinbjörn vinur Egils, „ok í miklum kærleikum
við konunginn. Ok er Egill var víss orðinn þessa tíðenda, þá
gerði hann ráð sitt.“ Og ræður af að fara þegar í stað til Jór-
víkur — út í opinn dauðann, að því er nær víst mátti þykja.
Átti hann þá ekki annars kost eins og nú var komið?
Jú — hann gat tafarlaust og auðveldlega forðað sér úr öllum
háska, eins og Sigurður Nordal bendir á í formála sínum fyrir
Egils sögu: „Hefði Egill fyrir hvern mun viljað forðast fund Ei-
ríks, var ekkert auðveldara fyrir hann en láta þegar skjóta sér á
báti suður fyrir Humru og flytjast þaðan suður á England." Hins
vegar séu fullir 100 km frá Humru mynni til Jórvíkur, eða rösk
dagleið á hesti. Sagan gerir svofellda grein fyrir ákvörðun Egils:
„Þótti honum sér óvænt til undankvámu, þótt hann freistaði
þess at leynast ok fara huldu höfði leið svá langa, sem vera
myndi, áðr hann kæmi ór ríki Eiríks konungs; var hann þá auð-
kenndr þeim, er hann sæi; þótti honum þat lítilmannlegt, at
vera tekinn í flótta þeim.“ Vel má vera að hér fari sagan rétt
með það sem Egill lét uppi um ástæður til farar sinnar. Þó er
hitt jafn-rétt sem Nordal um það segir:
Þetta er allt hégórai. Það eru engin líkindi til þess, að Eiríkur hafi haft
nein yfirráð sunnan Humru. Ríki hans í Norðimbralandi var svo valt og
stóð svo skammt, að varla hefur þar verið mikið skipulag á löggæziu í
konungs umboði. Fáir eða engir menn, fyrir utan hirð konungs, geta hafa
vitað nokkur deili á Agli eða sökum hans við konung... Egill kemur af
slysum til Norðimbralands, en fer síðan af fúsum vilja til Jórvíkur.
En hvers vegna — úr því hann gat auðveldlega forðað sér úr
ríki Eiríks?
Ýmsir lærdómsmenn hafa leitt að því getum, eða talið sig
sanna, að rangt muni vera nær allt sem Egils saga hermir um
tildrög og orsakir Jórvíkurfarar og reynt að ráða í íivað satt
muni vera. Eg mun nú geta um tilgátur og véföng lærdóms-
inanna, en síðan lýsa þeirri skoðun minni, að öllum hafi þeint
skotist yfir að íhuga ummæli sögunnar þar sem berlega komi