Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 160
158
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
menn áherslu á þýðingu íslands sem „miðstöðvar fyrir hreinan
varnarbúnað eins og t. d. ratsjár, viðvörunarnet og loftvarna-
tæki“. Ef íslendingar óskuðu eftir því, að flugvallarreksturinn
yrði í höndum óbreyttra borgara, yrði að láta við það sitja. Slíkt
fyrirkomulag teldist þó ófullnægjandi frá hernaðarsjónarmiði
og hefði áhrif á bandaríska fjárfestingu í flugvellinum.54 Banda-
ríkjamenn áætluðu reksturskostnað vallarins í þáverandi mynd
um 4 milljónir dala á ári, og byggingaráætlun þeirra hljóðaði
upp á 5.5 milljónir dala.
Frá upphafi viðræðnanna viðurkenndi forsætisráðherra, að
það yrði „afar torvelt, ef ekki ómögulegt", að komast að nokkru
samkomulagi. Spurði Ólafur, hver yrði afstaða bandaríkjastjórn-
ar, ef ísland lýsti herverndarsamninginn úr gildi fallinn. Taldi
hann víst, að alþingi hafnaði bandarísku tillögunni vegna and-
stöðu við liersetu. Þótt margir þingmenn væru í hjarta sínu
hlynntir varnarsamstarfi við Bandaríkin, væru þeir bundnir á
klafa kosningaheita.55 Fyrr um sumarið hafði Ólafur fullvissað
bandaríkjamenn um, að ef tillagan hefði verið borin fram haust-
ið 1945, hefði „hún verið samþykkt á fimm mínútum".38 Ólafi
hlýtur að liafa verið ljóst, í síðasta lagi eftir álitsgerð íslensku
fræðimannanna, að innganga í Sameinuðu þjóðirnar leiddi ekki
sjálfkrafa til herverndar. í samningaviðræðunum spurði Ólafur
hins vegar, hvort bandaríkjastjórn gæti aflað umboðs frá ör-
yggisráðinu til að verja landið. Af fyrirspurninni að dæma, taldi
Ólafur hervernd ekki úr sögunni, svo framarlega sem hervernd-
arsamningurinn yrði í nafni SÞ.
Ólafur dró þá réttu ályktun af svörum bandaríkjastjórnar, að
hann yrði stimplaður „rússaþý“, ef ísland lýsti herverndarsamn-
inginn úr gildi fallinn. Sögðu bandaríkjamenn, að ef forsætis-
ráðherra þrjóskaðist enn við að semja, sannaðist það, að hann
ræki „vísvitandi" erindi Kremlverja. Ekki stoðaði að ræða um
hervernd í umboði öryggisráðsins.57
Bandaríkjamönnum til hugarléttis bar forsætisráðherra loks
fram tillögu eftir tveggja vikna þóf. Efni tillögunnar og rök-
stuðningur sýna, að viðræðurnar héngu á bláþræði vegna hæp-
innar samningsstöðu forsætisráðherra. Ólafur staðhæfði, að eftir
nokkrar vikur yrði trauðla komist hjá því að lýsa herverndar-