Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 198
196
HELGA KRESS
SKÍRNIR
karlhórur. í svo til hverri senu er vikið að kynferðismálum,
ósjaldan með sérstakri áherslu á því afbrigðilega, s.s. kynvillu,
kynsjúkdómi, vönun, náttúruleysi. í þessum lýsingum öllum
breiðir frásögnin mjög úr sér, sem sýnir að höfundi er þetta
alvörumál, þótt henni takist ekki að koma því heim og saman
við persónulýsingu Jennýar. Mest er nákvæmnin í hópsamfara-
senunni sem Jenný er aðeins hlutlaus áhorfandi að og hálft í
hvoru hryllir við. Við þetta vaknar sú spurning, hvers vegna
höfundur finnur hjá sér þörf til að tjá sig svona. Hvað það sé
sem fái hana til að sjá heiminn í þessu ljósi.7 En kynferðismál
eru óaðskiljanlegur hluti af heimssýn verksins, eins og sjá má
í þessari líkingu:
Þegar allt kom til alls, virtust það aðeins fáeinir grundvallaratburðir, sem
gátu gerst í lífi einnar manneskju. Síðan endurtóku þeir sig x ýmsum blæ-
brigðum, uns þeir urðu eins hversdagslegir og langdregnar samfaralýsingar
í klámbíómynd (194—195).
Þessa kynferðisheimssýn, ef svo má kalla, lield ég megi bæði
túlka sem vísvitandi „andmunstur" við venjubundnum við-
horfum karlmanna og lýsingum þeirra á konum, og einnig sem
meir eða minna ómeðvituð viðbrögð við kynósa karlveldisþjóð-
félagi sem lítur á konur sem bráð og söluvöru. Sem dæmi um
andmunstur af þessu tagi má taka lýsinguna á máginum Ólafi:
„Hann var að verða fertugur, með álitlegan vísi að ístru og
djúpar hrukkur kringum augun. — Mikið hrörna karlmenn
fljótt, hugsaði ég“ (10). En hrörnun karlmanna hefur yfirleitt
lítið verið á dagskrá í lífinu sem í listinni, en þeim mun meir
rætt um hrörnun kvenna. Sem andmunstur má einnig sjá upp-
hrópun Lilju, þegar þær koma inn á einn skemmtistaðinn í
karlmannaleit: „Vá! sagði hún, og þandi út augun. — Allt fullt
af kall-mönn-um“ (48). Sem andmunstur má e.t.v. einnig skýra
allar lýsingar bókarinnar varðandi kynfæri karlmanna.
Konan sem markaðsvara kemur vel fram í frásögn Júlíu, sem
var ánægð „þangað til ég uppgötvaði að ég var falleg" (163), og
fór þá af stað til að verða fræg. „Velgengni mín lá öll í góðum
giftingum, og ég hef eytt gífurlega“ (163) segir hún eftir að
hafa athugað sjálfa sig í spegli og örvænt yfir aldri sínum, enda