Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 200
198
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Ég leit í spegilinn á snyrtiborðinu og horfði gagnrýnin á líkama minn. I
djörfunr bókum var aldrei minnst einu orði á fölbleikar geirvörtur, eins og
þær, sem ég sá glitta í gegnum þunnt efni náttkjólsins... — Svo rak ég
tunguna franran í spegilmynd mína (93).
Þessi lýsing Jennýar á sjálfri sér er blandin þó nokkurri íróníu,
en hún beinist meir að áhyggjum hennar um sjálfa sig en að
skoðunum karlmanna á slíkum líkama. í eftirfarandi lýsingu
kemur neikvæð afstaða til aldurs kvenna skýrt fram, og einnig
sú tilfinning og skoðun margra kvenna að merki um barnsfæð-
ingar geri þær minna virði:
Hún var ekki sem verst í fötum, en nakin var hún livapholda, magi og
brjóst báru greinileg merki eftir barnsfæðingar. Það fallegasta við hana
var sítt, rautt hárið og barnslega freknótt andiitið, sem virtist hafa lent á
þessurn miðaldra Iíkama fyrir einhvern misskilning (178).
í kynferðislýsingum bókarinnar má þannig bæði sjá viðbrögð
gegn karlveldissjónarhorni í lýsingum á konum (andmunstur,
konan sem vara og bráð) og undirgefni undir það (konan sem
þolandi). En í þeim speglast einnig tómleiki og firring í mann-
legum samskiptum, eitt meginviðfangsefni Útrásar.
Einmanaleiki Jennýar og firring frá sjálfri sér kemur oft fram
í írónísku sjónarhorni bókarinnar. Það er stundum eins og
Jenný upplifi sig sem tvær manneskjur, þá sem leikur hlutverkið
og spilar með, og hina sem hún í rauninni er. Við jarðarför
Ragnars er hún nánast ókunnug sjálfri sér:
Svo fylltist hugur rninn aftur sama tómleika og áður. Mér stóð á sama um
þessa kistu, þessa gröf og þetta fólk. Mér stóð á sama um þessa ekkju, er
stóð á rnilli bræðra hins látna eins og fjarstýrð vaxbrúða (6).
Hún leggur mikla áherslu á að hafa félagsskap, næstum
sama hvern. Þótt leigusalinn Leó bæði reyni við hana, klæmist
og leigi henni ónýtt húsnæði, telur hún hann til kosta:
Kannski var betra að flytja aftur á hótel. Rökin gegn því voru tvenns konar,
nótt á hóteli kostaði jafnmikið og vikuleigan hér, og svo hafði ég Leó mér
til félagsskapar. Hann var að vísu einkennilegur félagsskapur, en í flestu
tilviki er einkennilegur félagsskapur þó betri en enginn félagsskapur. Ég
ákvað að reyna að þrauka út vikuna (113).