Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 254
252
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Jónsbókar á alþingi 1281 og deilur um ákvæði hennar „um rétt
þeirra, er í heyþrot voru komnir, til þess að taka hey með valdi
af þeim, sem yfrið höfðu“ (xxx. bls.). Þetta samband virðist þó
varla einhlítt, og á athugasemd útgefandans, Sigurðar Nordals,
hér við: „Heyþrot og heybónir hafa því miður, eftir því bú-
skaparlagi, sem tíðkazt hefur á íslandi, verið hversdagslegir at-
burðir frá fornu fari, og þurfti ekki deilur um löggjöf til þess
að slíkt yrði að söguefni. Þetta er eitt af þeim atriðum í Hcensa-
Þóris sögu, sem líkleg eru til að vera úr gömlum sögnum.“ (xxxi.
bls.). Ég fæ ekki annað séð en að Hcensa-Þóris saga gæti vel verið
frá fyrri hluta 13. aldar, og það sé skýring á hlutfallslega mikilli
tíðni hitta(sk) í henni.
Um Bandamanna sögu segir útgefandinn í ÍF VII, Guðni
Jónsson: „Því miður er harla fátt til merkja um það, hvar og
hvenær Bandamanna saga sé rituð.“ En að öllu athuguðu virðist
honum „það sönnu næst, að sagan sé rituð nálægt miðbiki 13.
aldar“ (xci,—xcii. bls.). En slík tímasetning þarf ekki að vera í
beinni mótsögn við tilgátu mína um hitta(sk)/finna(sk) sem
aldursmerki.
Há tala hitta(sk) í Gísla sögu mundi samkvæmt minni skoðun
benda til fyrri hluta 13. aldar. En útgefandanum í ÍF VI, Birni
K. Þórólfssyni, finnst „sennilegt, að Gísla saga sé fremur rituð
rétt fyrir en eftir 1250“ (xli. bls.). Ekkert virðist mæla á móti
því, að hún gæti verið nokkrum áratugum eldri en hér er gert
ráð fyrir.
Eftir er Vatnsdœla saga, og nú fer að vandast málið. Útgefandi
IF VIII, Einar Ól. Sveinsson, ræðir tímasetningu sögunnar ræki-
lega með tilliti til eldri skoðana á því máli. Honum finnst allt
styðja þá skoðun, „að sagan sé ung, án þess af því verði séð með
vissu, að sagan sé frá 1300 heldur en 1270“ (liii. bls.). En sjálfur
virðist Einar helzt hugsa sér, að hún sé samin um 1270. Sam-
kvæmt því ætti hún, ef tilgáta mín um hitta(sk)/finna(sk) er
rétt, að sýna allt annað hlutfall milli þessara orða en raun ber
vitni. Nú hafa að vísu eldri fræðimenn, þeir Finnur Jónsson
og Björn M. Ólsen, hugsað sér, að sagan eins og við þekkjum
liana hafi átt sér fyrirrennara, og að „frumsagan sé frá upphafi
13. aldar" (lii. bls.). En sé sú tilgáta rétt, gæti tiltölulega mikil