Skírnir - 01.01.1982, Síða 7
ÓSKAR HALLDÓRSSON
Tröllasaga Bárðdæla
og Grettluhöfundur
i
Það sem torveldar rannsóknir á eðli og list íslendinga- og forn-
aldarsagna flestu fremur er fátækt og þögn annarra heimilda um
listsköpun þeirra, skortur á vitneskju um rætur hennar, liið sögu-
lega inntak og meðferð þess. Þeirri mótbáru má að vísu hreyfa
að utan sagnanna sjálfra sé allvíða getið um persónur þeirra,
heimkynni, ættir, afkomendur o. fl., jafnvel vikið að ýmsum stór-
atburðum. Ennfremur megi finna þar áhrif frá erlendri mennt-
un sem lýsi sér í hugmyndum, einstökum atvikum, orðfæri
o. s. frv. Sumt af slíku gefur bendingu um efnivið sagnanna,
annað flýtur á yfirborði þeirra. En hvort heldur er hrökkva ein-
stakir fróðleiksmolar skammt ef skýra skal djúpgerð sögutextans
eða svara þeirri spurningu að hve miklu leyti þar muni byggt á
sagnalist óskrifandi manna í rökkri forneskjunnar eða lærdómi
rithöfunda á 13. og 14. öld. Rétt er einnig að minna á að þótt tvö
verk séu rituð í sams konar stíl þurfa þau ekki að vera uppruna-
skyld, einnig hitt að tvö verk í gerólíkum stíl geta átt sömu rætur.
En þegar svo stendur á, sem hér var getið í upphafi, er rannsókn-
araðferð sú sem mest hefur verið beitt til að kanna áhrif á sög-
urnar, samanburðaraðferðin, óvænleg til að veita þekkingu um
þá sagnalist sem allir þekkja en enginn veit deili á. Fremur mætti
segja að hún hafi leitt fræðimennskuna í ýmiss konar freistni,
gert mönnum erfitt að nálgast sögurnar sem bókmenntir, orðið
tilefni hæpinna ágiskana, jafnvel staðhæfinga út í bláinn.
Hér á eftir verður tekin til athugunar ein þeirra frásagna sem
brýtur í bág við þá aðalreglu um íslendingasögur sem fyrst var
vikið að og er því nothæf, svo langt sem hún nær, til rannsóknar
á frásagnarlistinni eins og hún birtist í fullmótuðum sögum.
Þessi frásögn á sér m. ö. o. allnánar formhliðstæður ekki einung-
is í öðrum norrænum fornsögum heldur einnig í erlendu verki