Skírnir - 01.01.1982, Page 10
8
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
inn). En brátt dynur ógæfa yfir. Nótt eina að loknum fagnaði
brýst jötunninn Grendel inn í hallarsalinn og hefur á brott með
sér þrjátíu menn úr liði konungs. Næstu nótt urðu mannahvörf
enn meiri og svo hverja af annarri en ekkert varð til bjargar og
stóð höllin auð um tólf ára skeið. Tíðindin spurðust víða og
bárust m. a. til Gautlands þar sem Hugleikur konungur réð ríkj-
um. Einn af köppum hans var Bjólfur sem gerir nú ferð sína við
15. mann til Danmerkur. Bjólfur var reyndur í stórræðum enda
var honum fagnað með mikilli viðhöfn. Að þeirri veislu endaðri
yfirgáfu Danir höllina en létu Bjólf og menn hans eina í saln-
um hinum hættulega. Var það þó ekki öfundarlaust af öllum.
Eins og vænta mátti kemur Grendel og fíer slegið einum þeirra
Gautanna í munn sér áður en Bjólf varði. En nú hefst viðureign
þeirra sem lýkur með því að Bjólfur slítur af óvættinni annan
arminn og leggur hún þá á flótta. Næsta dag hylla Danir Bjólf
sem sigurvegara og er slegið upp annarri veislu með sjálfsagðri
skemmtan. Lýkur svo fyrsta hluta kviðunnar.
Nú eru hirðmenn orðnir hugrakkari en áður og nátta sig í
höllinni. En ekki hafa þeir lengi legið uns brotist er inn í hana
að nýju, í þetta sinn önnur forynja, móðir Grendels, og hefur á
brott með sér nánasta vin konungs. Sjá menn nú að svo búið
má ekki standa og býðst Bjólfur til að leita tröllanna og hefna
mannsins. Fer hann nú til þess staðar sem líklegastur þótti, en
það var síki nokkurt lukt þéttum skógi, og fylgdu honum föru-
nautar hans auk danskra hirðmanna. Einn hinna síðarnefndu
léði lionum sverðið Hrunting og fór um það fögrum orðum.
Hann er nefndur Unferð og hafði háð sennu við Bjólf áður.
Bjólfur kafar nú í vatnið, en von bráðar kemur ófreskjan að hon-
um og dregur hann í holu nokkra eða helli þar sem vatnið náði
ekki til en eldur brann. Gangast þau að hart og lengi og beit
sverðið ekki á skrímslið, en á úrslitastund kemur Bjólfur auga á
jötunssverð forgamalt, nær því og setur á háls skessunni svo höf-
uðið tók af. Eftir það fann hann hræ Grendels og hafði höfuð
hans með sér.
Meðan þessu fór fram höfðu fylgdarmenn Bjólfs, bæði danskir
og gauskir, beðið í ofvæni á bakka síkisins. Sáu þeir vatnið litast
blóði á einum stað og hugðu Bjólf dauðan. Sneru þá Danirnir