Skírnir - 01.01.1982, Page 12
10
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
ná samkennin hins vegar ekki, nánari atvik eru öll ólík, svo og
textinn, nema ef telja skyldi það að orðið fleinn kemur fyrir í
báðum bókum. Hefur stundum verið gert of mikið úr skyldleika
þessara frásagna, en þar er að nokkru um að kenna vondum út-
gáfum.8 Aftur á móti á þetta ævintýr þáttarins margt sameigin-
legt með sögunum um Hrafnistumenn sem hér verður minnst
á eftir. Það að Grettla og Ormsþáttur skuli ekki rittengjast á
þessum stað vekur sérstaka athygli vegna mikilla samkenna
þeirra annars staðar bæði í efni og máli lausu og bundnu. Hefur
Antliony Faulkes kannað þau gerst í inngangi áðurnefndrar út-
gáfu og telur vafalaust að höfundur þáttarins hafi þekkt Grettlu.
Flest dæmin sem hann tekur eru þó þess eðlis að örðugt er um
að dæma hvort ritið hafi þegið af hinu, en undir eina röksemd
hans má alltént taka: Sjö af vísum þeim sem Ásmundur prúði
kvað deyjandi hefjast á orðunum: „Annat var, þá er inni,“ en
framhald fimm þeirra sýnir að ljóðlínan á þar ekki heima og
getur því ekki verið frumkveðin í þessum vísum. Dærni:
Annat var, þá er inni
oft á sæ fórum (10. v.).
í Grettlu hefst 14. vísa svo:
Annat var, þá er inni
át Hafliði drafla.
Hér er upphafslínan ekki alleinasta rökréttur hluti vísunnar
sjálfrar heldur skorðar hún hana fast í samhengi sögunnar, svo
að ástæðulaust er að ímynda sér að Grettluhöfundur hafi fengið
hana að láni. Þegar við bætast aðrar líkur þess að þátturinn sé
yngii en sagan verður að telja að það stappi nærri vissu. Verður
því að leita fyrirmynda Bárðardalssögunnar annars staðar.9
V
Ein þeirra sagna, sem nú er flokkuð með riddarasögum og tal-
in rituð um miðja 14. öld, er Samsons saga fagra. Hún er ekki
þýðing á erlendum texta, en ein persóna hennar á sér víða hlið-
stæður í ballöðum Evrópuþjóða. Það er Kvintalín kvennaþjófur
sem hér hefur rænt Valentínu dóttur Garlants írakonungs. Sam-