Skírnir - 01.01.1982, Síða 14
12
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
þessu ævintýri en Bárðardalssagan, og liafa þeir sem skýra upp-
runa Grendelssögunnar með því talið hana heimild Grettlu á
þessum stað. Betur munu þó íslenskir lesendur kannast við svip-
uð atvik úr sögunni um Velvakanda og bræður hans.15 Heinz
Dehmer greindi á milli tveggja tegunda ævintýra í rannsókn
sinni á fyrirmyndum Bjkv. enda er sá hluti hennar, sem hér um
ræðir, tvíþættur eins og Bárðardalssagan. Frá annarri þeirra,
sem hann nefndi Spukhausformel og setti saman úr fjölda ævin-
týra frá ýmsum löndum, hugði hann viðureign Bjólfs og Gren-
dels runna, en frá hinni (Die Fahrt zum Unhold), sem einnig
geymir fjölþjóðlegt minni, rekur liann ferð Bjólfs til heimkynna
óvættanna. Nánastar fyrirmyndir beggja telur hann að finna í
keltnesk-írsku sagnaefni: „Danach können wir dessen gewiss
sein, dass die Gesamtheit der Grendelkámpfe aus dem keltisch-
irischen, primitiven Erzáhlungsgut stammt.“10 Undir þetta hafa
ýmsir aðrir tekið.17
Önnur saga, Ævintýrið um bjarnarsoninn, er einnig þekkt í
mismunandi tilbrigðum víða um lönd. Friedrich Panzer tók þau
á sínum tíma til meðferðar í rækilegri rannsókn, kannaði alls
221 tilbrigði dreifð meðal germanskra, rómanskra og slavneskra
þjóða auk austurlenskra.18 Eru niðurstöður hans í grófustu
dráttum á þessa leið:
Ævintýrið dregur nafn af því að söguhetjan er oftast annað-
hvort björn í aðra ætt eða alin upp í bóli bjarnar. Aðalgerðir
þess eru þrjár og er kjarni þeirra allra sá að hetjan heyr sigur-
sælan bardaga við forynju í neðanjarðarfylgsni af einhverju tagi.
Það sem greinir gerðirnar á hinn bóginn að eru ólíkar orsakir
þeirrar dáðar, öngvu að síður talsvert hliðstæðar: Óvættur hef-
ur valdið skaða, annaðhvort stolið mat, öðrum verðmætum eða
prinsessu. Það kemur síðan með einhverjum (mismunandi) at-
vikum í hlut hetjunnar að rétta hlut þeirra sem goldið hafa
afhroð. Þegar dregur til úrslita nálgast gerðirnar hver aðra:
Heimkynni óvættar er torsótt, oftast neðanjarðar undir flaumi
vatns en í sumum tilbrigðum hátt uppi í fjalli. Því er ýmist að
hetjan sígur eða klífur og venjulega nýtur hún liðsinnis manna.
Nú finnur kappinn það sem hann leitar, prinsessu og/eða eitt-
hvað fémætt að ógleymdum skaðvaldinum sjálfum sem í flest-