Skírnir - 01.01.1982, Page 15
SKÍRNIR
TRÖLLASAGA BÁRÐDÆLA
13
um tilbrigðum er karlkyns. Stundum kemur fyrir að fleira er
fyrir í helli hans, oft móðir, og ef slíku er að skipta verður hinn
mennski maður að berjast við hvern af öðrum uns yfir lýkur.
Venjulega neytir liann til þess vopns sem hann liefur náð í hell-
inum, sverðs eða öxar. Þegar þessu er lokið leitar hann brott
með fenginn, en það verður í mörgum tilbrigðum ævintýrsins
enginn hægðarleikur því að liðsmennirnir bregðast og eru nú
fúsari að veita viðtöku því sem kappinn liefur aflað (ekki síst
ef hann hefur frelsað prinsessu) en bjarga honum sjálfum. Þá
leggst honum jafnan eitthvað annað til svo að hann kemur heim
með jarteinir um afrek sitt, ósjaldan öllum á óvart.
Hér hefur úttekt Panzers verið einfölduð nokkuð og við það
miðuð að í ljós kæmi hið sameiginlega í gerðum ævintýranna
annars vegar og Bjkv.-Grettlu hins vegar. Hugði Panzer að þær
væru tvær greinar á gömlum stofni og hefðu teygst frá Skandin-
avíu önnur til Englands en liin til Islands.19 Ýmislegt fleira í
norrænum fornsögum væri og af honum sprottið.
Löngu síðar (1976—77) sýndi J. M. Pizarro fram á ýmis sam-
kenni með bjarnarsonarævintýrinu og fornaldarsögunum um
Hrafnistumenn: Ketils sögu hcengs, Gríms sögu loðinkinna og
Örvar-Odds sögu.20 Eru þær allar býsna norrænar að efni og
anda, ennfremur fornlegar. I annan stað er ýmislegt líkt með
þeim og Grettlu, t. d. trölladráp, enda uppgötvað áður.21 Það
sem mest minnir á Bárðardalssöguna og ástæða er til að tilgreina
hér er ævintýr Gríms loðinkinna þegar hann elti Feimu tröll-
konu í helli hennar. „Þar sá hann brenna bjartan eld, ok sátu
tvau tröll við eldinn. Þat var karl ok kerling." Feima hafði áður
hlotið áverka af öxi Gríms og dó hún nú af honum. Þá hjó
Grímur höfuð af jötninum en þreytti síðan fang við skessuna
og „brá henni á loptmjöðm, svá at hún fell. Hjó hann þá af
henni höfuðit ok gekk af henni dauðri, fór síðan til skála síns“.22
Vík ég síðar að hugsanlegu sambandi Hrafnistukappa og Grettis.
Síðast en ekki síst verður að skoða sum atriði Bárðardalssög-
unnar sem hliðstæður annarra samkynja atriða í Grettlu sjálfri
en þau gægjast yfirleitt fram þar sem Grettir á í höggi við
ómennskar verur. Langmikilvægust er Glámssagan sem bæði að
efni og frásagnargerð gengur á svipuðum nótum og fyrri þáttur