Skírnir - 01.01.1982, Page 18
16
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
tímahugtakið lönd og leið en beinist að lögmálum í formgerð
sagnanna. Upphaf hennar er þó rakið lengra aftur í tímann eða
til ársins 1928 þegar Rússinn Vladimir Propp sendi frá sér bók-
ina Morfológija skázki25 Hefur rússneski formalisminn í þessu
efni sem fleirum greitt fyrir strúktúralisma á Vesturlöndum. í
samræmi við hann spyrja menn nú m. a. um efnivið eða efnis-
forða þann sem ævintýrin verða til úr, svo sem þjóðtrú, hug-
myndir um hetjur, hlutverk þeirra og afrek, ennfremur hefð-
bundið form lýsinga o. fl. Mestu máli skipta þó þau lögmál í
formi sem efniviðurinn verður jafnan að lúta svo úr verði saga
eftir smekk og þörfum fólksins sem elur hana með sér. Hin sí-
fellda sköpun munnlegra ævintýra úr sameiginlegum sjóði þjóð-
anna fer m. ö. o. fram eftir lögmálum sem líka eru býsna alþjóð-
leg (laws of composition). Til þess að þau komi í ljós tjóar ekki
að leita að minnum sögunnar heldur beinist nú athyglin að
formbundnum frásagnarliðum (functions) sem fylgja hver öðr-
um eftir hefðbundinni skipan. Til samans mynda liðirnir stærri
form, stundum heila sögu, stundum þátt (move) sem tengist öðr-
um þáttum og myndar með þeim söguheild. Frásagnarliðurinn
ákvarðast m. ö. o. ekki af því hvaða efni felst í honum heldur af
hlutverki sínu í mynstri söguformsins. Bygging sögunnar verður
þannig í brennidepli rannsóknarinnar í stað minnisins og sögu-
legs ferils þess áður. Til samanburðar gætum við hugsað okkur
rannsókn á formseinkennum húsa án þess að áhersla væri lögð á
fyrirmyndir, tegundir viðar, steins eða annarra byggingarefna né
heldur hvaðan efnið hefði verið flutt. Líkingin er kannski í ein-
faldasta lagi en vísar þó til þess sem hér er kjarni málsins að syn-
krónisk (ósöguleg) aðferð hefur komið í stað hinnar sögulegu.
Viðhorfin eru óneitanlega tvö, svo og rannsóknaraðferðirnar, en
samt sem áður hafa ýmsir rannsóknamenn, einkum fylgjendur
hinnar síðari, gert of mikið úr þeim sem andstæðum. Önnur að-
ferðin er í fæstum tilvikum einhlít því að oftast þarf að skoða fyr-
irbaari frá fleiri hliðum en einni til þess að skilja eðli þess. Stíll
húsa er t. d. háður byggingarefninu, þó að hann mótist á hinn
bóginn af þörfum fólks og smekk. Um bókmenntir er það löngu
kunnugt að inntak þeirra og form loðir of fast saman til þess að