Skírnir - 01.01.1982, Page 23
SKÍRNIR
TRÖLLASAGA BÁRÐDÆLA
21
betur þar sem hin síðari hefst; þessi nýi þáttur er bein afleiðing
fyrri atburða og tildrögin ennfremur nauðalík: Forynjan, móð-
ir Grendels, færir sér í nyt sams konar kringumstæður og hann
áður, liefnir hans með því að ráðast inn í höllina eftir veislu-
lok, sbr. 1. lið hér að framan (P. 7). í Grettlu gera tröllin hins
vegar ekki frekari usla í bænum og á síðari hluti Bárðardalssög-
unnar sér önnur tildrög: Grettir vill sanna Steini presti sögu
sína, ganga í gljúfrið í viðurvist hans og grennslast svo um
mannahvarfið. En þótt inntakið sé annað verður að skoða þetta
sem sama frásagnarlið og í Bjkv. því það hefur sama gildi sem
orsök þess sem síðar gerist og í framhaldi þessa verða sagan og
kviðan hvað líkastar að efni.
10. Hetjan jer að heiman (P. 11). í ævintýrum er ferð hetjunn-
ar á fund óvætta oft og einatt allmikið frásagnarefni og getur
verið ævintýr út af fyrir sig. M. a. getur það skipt máli með
hverju móti hetjan finnur leið þangað og algengt er að óvinur-
inn, sem hún leitar, vísi til hennar óviljandi. Þannig hafði
Grendel skilið eftir sig blóðuga slóð sem menn röktu til síkisins
en í Grettlu vildi skessan með Gretti í gljúfrið. Og í framhaldi
af þessu eiga ævintýrin það venjulega sameiginlegt að hetjan
hverfur, ef svo má segja, í annan heim, þ. e. til fjarlægs eða tor-
sótts staðar þar sem er ríki óvættanna. Af þeim sökum er fylgd
eða önnur aðstoð henni einatt nauðsyn. Ef óvætturin býr „fyr
jörð neðan“ er aðalráð kappans að síga í festi („ . . . he descends
by means of leather straps" — Propp, bls. 51). í Grettlu kemur
festin einmitt við sögu en annars kafar Grettir til hinnar neðri
byggðar eins og Bjólfur. Báðir finna þeir óvættir í helli þegar
niður er komið en fylgdarmenn þeirra bíða ofanjarðar.
11. Viðureign hetju og óvœttar (P. 16, sbr. 7. lið hér að fram-
an). í þessum áfanga fylgjast Bjkv. og Grettla að, ekki einungis
hvað byggingu varðar heldur einnig að efni: Eftir köfun hafnar
hetjan í helli, á þar vopnaviðskipti við tröll nr. 2 og vinnur
það. Vopn með svipuðu nafni koma fyrir og þau bila þeim sem
bera þau. I báðum hellum brennur eldur. Vatn litast blóði og
það hefur sömu afleiðingar í báðum verkum: Fylgdarmenn
skelfast og hverfa (sumir í Bjkv.) af verðinum.
12. Hetjan snýr heim (P. 20). Ef dráp jötunsins og aðrar að-