Skírnir - 01.01.1982, Page 25
SKÍRNIR
TRÖLLASAGA BÁRÐDÆLA
23
sögn sögunnar er þó í færri dráttum, fyrri hlutinn hefur 9 liði
þar sem kviðan hefur 13 en sá síðari 4 á móti 15 í Bjkv. skv.
greiningu Barnes enda er hér um að ræða tvær af þrem aðalfrá-
sögnum söguljóðsins en aukaatriði í Grettlu. í báðum verkum
skín hefðbundið ævintýramynstur í gegnum atburðarásina og
þar að auki eru sum efnisatriði lík, einkum þegar kemur að
kjarna hvorrar frásagnar um sig: viðureign við tröllin, og ein-
mitt á þeim hafa fræðimenn byggt skoðanir sínar á sambandi
verkanna. En til þess að unnt sé að skynja afstöðu hvors þeirra
til annars er einnig og ekki síður nauðsynlegt að hyggja að mis-
mun þeirra í ýmsum atriðum.
í Bjkv. er fyrra tröllið, Grendel, karlkyns en hið síðara er móð-
ir hans. í Grettlu verður á hinn bóginn fyrst vart við skessuna en
jötunninn kemur eftir á við sögu. Þar segir ekkert hvernig
tengslum tröllanna var háttað, en sagan gerir ráð fyrir að þau
eigi sama bústað. Eftir venju í ævintýrum hefði mátt búast við
áframhaldandi ofsóknum af hálfu jötunsins sem var í fullu fjöri
þegar Grettir felldi hann, sbr. hefnd skessunnar í Bjkv., en hér
er munurinn líka sá að fyrra tröllið nær ekki inni sínu eftir
viðureignina við manninn. Gljúfurganga Grettis og hin síðari
viðureign á sér því aðra orsök eins og áður var getið.
Bæði í Bjkv. og ýmsum ævintýrum slítur hetjan arm af trölli
í hinni fyrri viðureign, en Grettir heggur hann af með vopni
sínu.
Augljósasta bendingin um skyldleika Bjkv. og Grettlu er hið
samkynja vopnslieiti sem kemur fram í báðum verkum tengt
síðara hluta tröllasögunnar: Bjkv. 1457: hœjt-méce, Grettla 61.
v. og 65. kap: heptisax,28 En þótt orðin samsvari hvort öðru hafa
vopnin hvorki sama snið né hlutverk. Heftimækir Bjkv. er sverð
sem hetjunni er léð áður en hún ræðst í hættuför sína, en í
Grettlu er heftisaxið „fleinn“ sem venjulega merkir spjót eða
járngadd; hér var það á tréskafti sem höggva mátti af svo að
þetta hefur verið næsta frábrugðið sverði. Það var vopn jötuns-
ins.
Þessi atriði, sem í raun skipta söguna litlu máli, benda ekki
til þess að Bjkv. sé ritfyrirmynd hennar. Enn fjær væri þó að
ætla að stíll og liugblær Bjkv. hefði haft áhrif á frásögn Grettlu