Skírnir - 01.01.1982, Síða 28
26
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
Vísur þessar eru í öllum miðaldahandritum Grettlu en orða-
rnunur talsverður og liggur í aðalatriðum milli handritaflokk-
anna tveggja, og hefur textinn verið normalíseraður með því að
blanda þeim saman. Þar sem ekkert bendir til þess að þær hafi
verið ortar inn í söguna eftir að ritun hennar lauk verður aðal-
spurningin sú hvort þær séu frá ritunartímanum, e. t. v. eftir
höfundinn eins og Björn M. Ólsen hélt fram, eða eldri. Nú er
skemmst að segja að flestar vísur Grettlu munu ortar miklu síð-
ar en sagan gerist, en samt sem áður hafa fræðimenn talið þær
allmjög misaldra. Ofangreindum vísum var lengst af lítið sinnt,
taldar seint ortar, jafnvel á 14. öld, en röksemdin fyrir aldurs-
greiningunni var sú að í lokalínu fyrri vísunnar mynda orðin
fjón (hdr. fion) og kvánar (hdr. kuonar) alhendingu.34 Nýlega
tók Peter A. Jorgensen þær til athugunar og leiddi líkur að því
að þær væru eldri en sagan og stæðu nær ævintýrasögunni og
Bjkv.35 Síðarnefnda atriðið er þó lítilvægt að því er merkingar-
mun vísna og sögutexta varðar, en taka má undir það að heptisax
í síðari vísunni virðist tilefni þess að það orð er notað í textan-
um eins og fyrr var bent á. Skýring sögunnar: „Þat kölluðu
menn þá (einnig, sbr. B-fl. hdr.) heptisax, er þann veg var gjört,“
sem fylgir lýsingunni á vopni jötunsins, þjónar eingöngu hinu
torskilda orði vísunnar en er óþörf og jafnvel hæpin fyrir sögu-
textann því að algeng orð um vopn af því tagi sem þar er lýst
eru höggspjót, kesja, brynþvari og atgeir. í annan stað bendir
Jorgensen á að hendingin fjón — kván sé ófullnægjandi sönn-
un þess að 61. v. sé svo ung sem ætlað hefur verið. Við rök hans
mætti bæta þeirri athugasemd að stafsetning handrita um 1500
segir okkur ekki allt um hljóm orða á þjóðveldisöld, og sé vís-
an eldri en sagan er ekki útilokað að þar liafi fján (sbr. fía: hata
og fjándi) rímað á móti kván í upphafi og yrði ekki að því fund-
ið. Jón Þorkelsson gerir ráð fyrir þeim leshætti í Grettluskýring-
um sínum.36 Reyndar virðist orðmyndin fjón ríkjandi að fornu
(tíðust í skáldamáli). Dæmi um fján koma ekki fyrir nema ef
vera skyldi hér. Sögnin fia, fjá sýnist hafa verið én-sögn í germ-
önsku, sbr. gotn. og fhþ., og ættu kvenkynsnafnorð af henni helst
að vera fján, en í norrænu sýnist sögnin hafa fengið beygingu
ón-sagna. Öngvu að síður hefði mátt búast við tvímyndinni fján: