Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 30
28
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
líta klett sem hefur líkingu af manni þegar nærri er komið.40
En fleira hefur getað valdið því. Fossinn sjálfur, iðuflaumurinn,
þverhniptir hamraveggir og hellar í gljúfrinu fyrir neðan, all-
ur sá hrikaleiki má vel hafa orkað á ímyndunarafl fólks svo að
það lét Gretti kafa undir Goðafoss. Meira að segja er ekki ör-
grannt um að sumir, jafnvel fræðimenn, hafi skilið frásögn
Grettlu þannig:
Hér segir Grettissaga, að Grettir ynni tröll í helli undir fossinum, en hvað
sem allri tröllatrú líður, þá er sýnilegt af sögunni, að hér er málum blandið,
og sagan getur ekki átt við Goðafoss,
segir Þorkell Jóhannesson.41 Reyndar bendir ekkert í sögunni
til þess að höfundi hennar hafi verið Goðafoss í hug né heldur
Skjálfandafljót þegar hann segir að skessan „þæfði . . . ofan til
árinnar", því að Eyjardalsá er nefnd með nafni rétt á undan.
M. ö. o. ætlar hann sögunni annan stað í dalnum þótt svo kyn-
lega bregði við að lýsing hans á gljúfrinu sjálfu samræmist fljót-
inu og Goðafossi á allan hátt betur. En hvernig mátti slíkt verða
ef hann hefur ekki komið í þennan landshluta? Á því kemur
fullnægjandi skýring hafi 60. vísa verið heimild söguritarans.
Ekkert er því til fyrirstöðu að hún sé ort með umhverfi Goða-
foss í huga og sumt í henni er prýðisvel við hæfi, svo sem kenn-
ingin Braga kvon: Iðunn sem hér verður í eignarfalli svo að úr
verður orðaleikur: iðunnar, en hörð fjón hennar kom á herðar
skáldi.
Grettislágar eru tvær í Bárðardal; eru báðar fornir farvegir
vatns úr Skjálfandafljóti en nú grasi grónar. Hvorugrar er get-
ið í Grettlu en báðar eiga að sýna leið þá sem skessan hafi farið
með Gretti. Önnur lænan liggur frá fljótinu nokkru fyrir utan
bæinn Hlíðarenda og að Eyjardalsá. Hennar getur Kálund,
einnig Guðni Jónsson, og segja báðir að lágin liggi allt milli
Sandhauga og Eyjardalsár, en að sögn Sigurðar á Sandhaugum
sumarið 1979 er það rangt. Sjálfsagt hefur örnefnið myndast og
þróast eftir frásögn Grettlu. Hin er miklu utar en einnig vest-
an fljótsins og bugðast fyrir neðan bæinn Öxará út og niður að
Hrúteyjarkvísl skammt frá Goðafossi. Bárðardalsmenn sögðu
mér að þessa leið hefði tröllkonan farið með Gretti forðum að