Skírnir - 01.01.1982, Page 32
30
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
t'jöllunar og í heild setja þau talsverðan svip á hana. Ketils
saga hcengs hefur kolbítsminnið líka og sömuleiðis er þar sagt
frá ósáttum feðgum. Bæði hún og Gríms saga loðinkinna fjalla
um trölladráp, sú síðarnefnda með líkum frásagnarhætti og
Grettla. Þá er í þessum sögum báðum, svo og Grettlu, minnið
um að tröll ræni fiski frá veiðimönnum en einn þeirra nái að
vega ræningjann. Þar minnir saga Ketils mjög á skipti Gríms
frá Kroppi og Hallmundar (62. kap.). Enn er það að Grettir
hefur minnt menn á Örvar-Odd og þess verið getið til að forn-
aldarsagan sé fyrirmyndin.42 Hvað hinar sögurnar áhrærir þá
er munnleg sagnablöndun við Grettluefni líklegri því að sagn-
ir um þá Ketil hæng virðast ævagamlar en sögur þeirra hins
vegar seint ritaðar. Þeirra er getið sem feðga í Landnámabók
og Egilssögu, kenndir við Hrafnistu og taldir forfeður nokk-
urra landnámsmanna. Bæði ritin segja Ketil son Hallbjarnar
hálftrölls og tilgreina viðurnefni Gríms. Fyrrnefnda atriðið er
að auki kunnugt af Skáldatali Uppsala-Eddu. Þessar ritheim-
ildir um þá Ketil og Grím benda til þess að söguefni um þá
hafi verið snemma á kreiki hér á landi og mestar líkur á að
það hafi varðveist meðal þeirra sem röktu ættir sínar til Hrafn-
istumanna. En þar í hópi eru einmitt forfeður Grettis í móður-
ætt, Vatnsdælir. Saga þeirra rekur ættina til Jötun-Bjarnar en
einn af afkomendum hans var Ketill raumur sem átti Mjöll
dóttur Áns bogsveigis af ætt Hrafnistumanna. Sonur þeirra
var Þorsteinn faðir Ingimundar gamla, föður Jökuls, föður
Bárðar, föður Ásdísar á Bjargi. Þessu til viðbótar segir í Grettlu
að Ásdís hafi einnig verið af Katli hæng komin í móðurætt.
Nú kann sitthvað að vera missagt í þessum ættfræðum og hafa
menn t. a. m. tortryggt Grettlu varðandi móðerni Ásdísar, en
eigi að síður benda sögurnar til þess að þær hafi einhvern tíma
verið hafðar fyrir satt.i3 Því eru mestar líkur á að munnmæli
um dáðir Hrafnistumanna við trölladráp o. fl. hafi verið ættar-
stolt þeirra sem héldu sig af þeim komna. Auk Vatnsdæla verð-
ur þar einnig að telja Rangæinga, forfeður Orms Stórólfssonar.
Er því ekkert að undra þótt eitthvað af áðurgreindum afrekum
fornaldarkappanna færðist með tíð og tíma á hinar íslensku
sögualdarhetjur sömu ættar, Gretti og Orm.44