Skírnir - 01.01.1982, Page 35
SKÍRNIR
TRÖLLASAGA BARÐDÆLA
33
verða ekki eignaðar neinum höfundi, en ekki má gera lítið úr
því afreki að sveigja allan hinn sundurleita efnivið til sam-
ræmis þeim og vinna úr honum ógleynranlegt verk. Til þess
þurfti raunsæi listamanns. En hér skal sögulist Grettlu ekki tek-
in til meðferðar. Við höfum dvalist við eina frásögn hennar
og fundið að hún er ekki höfundarskáldskapur heldur fólklór
en eigi að síður með snilldarbragði máls og stíls, hinu sama
og einkennir Grettlu víðast hvar. Þegar allt er athugað mætti
velja þeim er skráði hrós á borð við það sem Sturla Þórðarson
hlaut eftir að hann hafði sagt Huldar sögu skipverjum Magn-
úsar konungs Hákonarsonar — „betr ok fróðligar en nökkurr
þeira hafði fyrr heyrt, er þar váru“. Hve víða skyldi þvílíkt lof
verða að teljast hæfilegt þeim sem kallaðir hafa verið höfundar
íslendingasagna?
1 Tilvitnanir í Grettlu eru teknar citir ísl. fornritum VII (1936) en orða-
lag sums staðar lagfært eftir uppskrift Ólafs Halldórssonar á AM551a,4to.
2 R. C. Boer: Zur Grettissaga. Zeitschrift fiir deutsche Philologie 30
(1898), 53-71.
3 Guðbr. Vigf.: Sturlunga saga I, Oxford 1878, bls. 49.
4 Hugo Gering: Der Beówulf und die Islandische Grettissaga. Anglia 3
(1879), bls. 74-87.
5 Beowulf. A Verse Translation by Michael Alexander, Harmondsworth
1973. Um einstakar tilvitnanir í frumtexta kviðunnar er farið eftir Beo-
wulf, ed. . . . by A. J. Wyatt. Cambridge 1894.
6 Hér skulu talin nokkur rit og ritgerðir um þetta efni, einkum þau sem
gildi hafa einnig fyrir Grettlurannsóknir. Þeim sem áður voru tilgreind
er sleppt: C. Sprague Smith: Beówulf Gretti. The New Englander 158
(1881), bls. 49—67. — Sophus Bugge: Studien iiber das Beowulfsepos.
Beitrage zur Geschichte der deutschen Sprache und Literatur 12 (1887),
bls. 57—63. — Henrik Schiick: Studier i Beowulfssagan. Uppsala 1909.
— Friedrich I’anzer: Studien zur germanischen Sagengeschichte. Miin-
chen 1910. — Carl W. von Sydow: Beowulf och Bjarke. Studier i nordisk
filologi 14,3 (1923), bls. 9—46. — W. Raymond Chambers: Beowulf. An
Introduction, Cambridge 1921, 3. útg. 1959. Þessi bók er undirstöðurit
um efnið. Sami: Beowulfs Fight with Grendel and its Scandinavian
Parallels. English Studies 11 (1929), bls. 81—100. — Heinz Dehmer:
Primitives Erzahlungsgut in den Islendinga-Sögur, Leipzig 1927; sjá
einkum bls. 51—69. Sami: Die Grendelkámpfe Beowulfs im Lichte mo-
derner Márchenforschung. Germanisch-Romanische Monatsschrift 16
3