Skírnir - 01.01.1982, Page 40
38
SVAVAR SIGMUNDSSON
SKÍRNIR
ins eigi að ha£a kynnt sér rækilega samningu samheitaorðabóka
erlendis. Ég ráðfærði mig við danskan málfræðing, Allan Karker,
höfund dönsku samheitaorðabókarinnar sem Politiken gaf út, og
fékk ég að kynna mér vinnugögn hans. Vorið 1980 heimsótti ég
höfund norsku samheitaorðabókarinnar, Dag Gundersen, í
vinnustofu hans í Leksikografisk institutt í Ósló.
Efnissöfnun til orðabókarinnar fór þannig fram að ég fór yfir
Orðabók Menningarsjóðs og skráði samheiti úr henni á seðla. Sú
söfnun tók rúm þrjú ár. Jafnframt því sem ég skráði samheitin
á seðla, skrifaði ég jafnóðum millivísanir, þannig að hægt er að
slá upp á hverju því orði sem fyrirfinnst í bókinni, og er samheit-
unum raðað í stafrófsröð. Sem dæmi má taka orðið hestnr. Undir
því eru tilfærð orðin fákur, jór o. s. frv. Undir orðunum fákur og
jór er vísað til orðsins hestur með —
Eftir að ég lauk við söfnun úr Orðabók Menningarsjóðs tók
ég til við Danska orðabók Freysteins Gunnarssonar frá 1926. Um
það leyti fór Þorbjörg Helgadóttir B.A. að vinna með mér við
söfnun úr orðabók Freysteins og var við það um tæpra tveggja
ára skeið.
Orðabók Freysteins er mikil náma af samheitum, og hefur hún
í raun og veru verið eina samheitaorðabókin sem nýtileg hefur
verið um íslensku til þessa. Til þessarar söfnunar notaði ég tvö
eintök af orðabókinni, sem átt hafði Björn Franzson kennari, en
eftir lát hans höfðu þau borist Orðabók Háskólans. Björn hafði
skrifað mikið af samheitum inn í þessi eintök, og er mikill feng-
ur að þessu verki hans. Björn hefur ekki síst aukið við fleiryrtum
samheitum, þ. e. orðasamböndum, en við orðtöku á Orðabók
Menningarsjóðs hafði ég lagt áherslu á einyrt samheiti, þ. e.
einstök orð.
Þessari yfirferð yfir orðabók Freysteins með viðaukum var lok-
ið vorið 1980, en skömmu síðar fluttist ég heim, og urðu þá
þáttaskil í verkinu. Ég gerði fyrst dálitla könnun á talmálssafni
Orðabókar Háskólans með það fyrir augum að nota það við
samningu samheitaorðabókarinnar, en ég komst fljótt að raun
um að efni þess væri of sérhæft fyrir orðabók af þessu tagi. Þar er
aðallega um að ræða staðbundið og sérstætt orðafar, sem ekki er
auðvelt að taka inn í samheitaorðabók nema þá með meiri út-