Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 41
SKÍRNIR
ÍSLENSKA SAMHEITAORÐABÓKIN
39
skýringum en þar geta verið. Hóf ég síðan samningu bókarinnar,
úrvinnslu úr seðlum, í byrjun september 1980, og ætti henni að
Ijúka vorið 1983.
II
Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir hvað
samheiti er. Samheiti eru í víðustu skilgreiningu orð sem hafa
sömu eða næstum því sömu merkingu, og verður sú skilgreining
lögð til grundvallar í bókinni.
Á síðari tímum er alltaf talað um samheiti og samheitaorðabók
(samheitabók), en það er ekki ýkja gamalt í málinu. Orðabók
Sigfúsar Blöndals (1920—1924) notar samheiti aðeins í merking-
unni „Fællesnavn" eða „fælles Benævnelse“, en ekki í merking-
unni „synonym". Um það notar hann samnefni og þýðir það
með „Synonym, ens betydende Ord el. Navn“. Samnefnafrceði er
hjá honum „Synonymik". Samnefni er þýðing á gr. synonymos
(þar sem syn merkir „með“ og onyma „nafn“ eða ,,táknun“).
Elsta dæmi um orðið samnefni sem Orðabók Háskólans hef-
ur er frá Sveini Pálssyni lækni; í grein hans um íslensk sjúk-
dómanöfn. Hann segir þar: „Samviskuveiki, Þúnglyndi, Sturlun,
Fálæti, Fáleiki, Hiartveiki, Hrelling, Hugtregi, Hugarvýl, eru
almælt samnefni til Gedveikin."1 Þrátt fyrir dönskuskotið niður-
lag er Sveinn þarna að benda á, hvernig bjargast megi fremur við
íslensk heiti en útlend í sínum fræðum.
Svo ég reki fleiri dæmi um þetta, þá segir í Skírni 1861: „Á
íslenzku er þræll og illmenni samnefni." (106). Dæmi sem Blönd-
al nefnir er frá Ágústi H. Bjarnasyni frá 1910, en þar segir:
„enn þann dag í dag er Epíkúrei og munaðarseggur samnefni
á flestum Evrópumálum."2 Jón Ólafsson notar það í orðabók
sinni 1912, en hann hefur einmitt samnefni við sum orðanna í
bókinni.3
En eftir að Orðabók Blöndals kom út, virðist orðið samnefni í
þessari merkingu hafa dáið út, en elsta dæmið um orðið samheiti
sem Orðabók Fláskólans hefur er úr ritgerð Guðmundar Finn-
bogasonar, „Þorskhausarnir og þjóðin", frá 1925: „Raunar eru
þar mörg samheiti," segir hann, „sami fiskurinn, beinið, roðið
heitir ýmsum nöfnum."4 Hugsanlegt er því, að Guðmundur hafi