Skírnir - 01.01.1982, Side 43
SKÍRNIR
ÍSLENSKA SAMHEITAORÐABÓKIN
41
leiðbeiningar um orð sem skylt þykir að varast í sómasamlegri íslenzku.
Skýringar algengra orða mætti einatt spara, en hinsvegar þyrfti að vcra
gnægð dæma um notkun orðanna í margvíslegum samböndum, og framar
öilu ríflegar tilvísanir til annarra orða og orðatiltækja skyldrar merkingar.
Sá sem fletti t. d. upp á reiðast ætti að geta fundið þar hvernig þetta hugtak
yrði orðað á fleiri vegu: mér sinnast, mér þykir, mér rennur i skap, þykknar
í mér, sígur í mig . . .9
Hér nefnir Jón ekki sérstaklega samheitaorðabók, en hug-
myndin er sú sama eða svipuð og var hjá Jóni Ólafssyni. En sú
bók sem varð fyrsta íslensk-íslenska orðabókin, Orðabók Menn-
ingarsjóðs, sýnir ekki samheiti sérstaklega.
IV
Fyrri spurningin sem ég varpa fram í heiti greinarinnar er
handa hverjum þessi samheitaorðabók ætti að vera. Hér skal
reynt að svara því. Rasmus Rask gaf út „Lestrarkver handa
heldri manna börnum“ 1830, og í formálum kennslubóka og á
titilsíðum má stundum sjá orðin „lianda börnum og byrjend-
um“ eða „börnum og viðvaningum“. Orðabók Menningarsjóðs
er „handa skólum og almenningi“. Ég hef ekki hugsað mér að
hafa neina slíka tilvísun um það hverjum bókin er ætluð, en það
er undirskilið, að hún er rituð „oss íslendingum“, eins og fyrsti
málfræðingurinn komst að orði í ritgerð sinni í Snorra-Eddu.
Ég býst samt við, að þeir sem mest not hafi af henni, verði þeir
sem starfa í skólum, kennarar og nemendur, en einnig og ekki
síður rithöfundar, fræðimenn, þýðendur og blaðamenn, svo að
einhverjir séu nefndir. Ég vona að sem flestir hafi not af þessari
bók og jafnframt að fólk verði ekki fyrir vonbrigðum þegar hún
kemur. Mér finnst stundum eins og hún sé að verða að mýtu í
hugum fólks. Það býst við fleiri binda verki, þegar það veit hve
lengi hefur verið unnið að því. En bókin verður í einu bindi,
a. m. k. 400 bls.
Sú bók sem hingað til eða lengi vel hefur verið notuð sem
samheitaorðabók er áðurnefnd orðabók Freysteins Gunnarsson-
ar, en hún var endurskoðuð og aukin útgáfa á orðabókum Jón-
asar Jónassonar frá Hrafnagili og Björns Jónssonar. Freysteinn
segir í formála sínum að þessari bók, að hún sé