Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 44
42
SVAVAR SIGMUNDSSON
SKÍRNIR
ætluð skólafólki og þeim öðrum, sem dönsku nema. Að vísu hefur verið leit-
azt við að hafa þýðingarnar sem fjölbreyttastar og fleiri viðurheiti (synonym)
en nauðsynlegt er beinlínis. Er það gert til þess, að þeir fari ekki altaf í
geitarhús að leita sér ullar, sem leita vilja í bókinni íslenzkra orða og heita.
Svo mun oft vera, að menn kunna og skilja útlend orð og vita venjulega þýð-
ingu þeirra, en vantar þó íslenzka orðið, sem við á í þann svipinn. — Hitt
væri þó í alla staði ósanngjarnt, að ætlast til þess af skólabók sem þessari, að
hún leysti alstaðar úr, þar sem íslenzkum rithöfundum verður orðaskortur
yfir hugmyndir sínar. (IV—V).
Þessi orðabók hefur líka verið önnur aðalnáman við undir-
búning samheitaorðabókarinnar, eins og áður sagði, og hefur
ýmislegt komið þar í ljós, m. a. þó nokkur orð sem ekki eru dæmi
um í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Sumt hefur Freysteinn
vafalaust búið tii sjálfur, en annað hefur hann þekkt og gripið
upp úr máli samtíma síns.
Við samningu samheitaorðabókarinnar hef ég heyrt þau sjón-
armið, að hún eigi að taka með orð úr fornmáli, sem bæri að
koma á framfæri við nútímafólk. Er þá átt við orð sem einungis
eru til í fornum textum en eru ekki lifandi mál. Þetta lief ég ekki
gert, enda er ekki liægt um vik að halda fram slíkri fornmáls-
stefnu í bók af þessu tagi. Bókin gefur ekki skýringar orðanna,
heldur sýnir merkingarlegt samhengi þeirra, og ógerlegt er að
innleiða fátíð orð, þar sem ekki er liægt að útskýra. Enda á hún
að vera samheitaorðabók um nútímaíslensku, en ekki um leið
söguleg. Því aðeins eru tekin fornyrði eða skáldamálsorð í bók-
ina, að þau séu algeng í síðari tíma ísiensku. Sjálfsagt verður
liægt að finna dæmi um ósamræmi í orðavalinu, en bók af þessu
tagi getur ekki spannað íslenskt mál frá öllum öldum. Fyrirætl-
anir um samningu samheitaorðabókar upp úr 1940 beindust
m.a. að þessu, en ég held að slíkt sé dæmt til að mistakast.
Eins og ég nefndi hér að framan var það hugmynd Björns
Sigfússonar með þeirri samheitaorðabók að vinna gegn því að
„fast innbú“ í málinu — ef svo má segja — yrði aðaleinkenni
þess. Það var tilraun til að efla munntama íslensku. I grein sinni,
„Auðug tunga og menning" í Erindasafninu 1943, ræddi Björn
hættuna á orðfæð. Enn þann dag í dag er kvartað yfir orðfæð
unga fólksins, nemenda í skólum, og talsverðar hrakspár hafðar
uppi um það mál. í öðrum löndum er þetta líka áhyggjuefni ým-