Skírnir - 01.01.1982, Side 46
44
SVAVAR SIGMUNDSSON
SKÍRNIR
alt eftir því, í hvaða sambandi þau eru notuð. Slík orð reynast mjög áleitin,
vegna þess, hve handhæg þau eru...Fáar „slettur" setja slíkan blett á
tunguna sem þessi útlendu einyrði í stað margra íslenzkra orða. Auk þess
eru þau með öllu óþörf. (VII).
Nú er liðin meira en hálf öld síðan þetta var skrifað, og enn
eru orðin pólitík og stemning góð og gild. En auk þeirra höfum
við íslensk orð og ágæt, sem ná að minnsta kosti yfir suma merk-
ingarþætti þessara hugtaka. Staðreyndin er sú, að þó að tökuorð
séu dæmd óþörf og talin málspjöll, þá svara þau ákveðinni þörf
og auka tjáningarhæfni málsins að mun.
Jónas Jónasson segir í formála að Nýrri danskri orðabók 1896:
Stöku sinnum höfum vér orðið að leiða hest vorn alveg frá að smíða útlend-
um hugmyndum búning úr íslenzku efni, og kosið þá heldr að veita hinu
útlenda (ónorræna) orði, er þær eru nefndar á tungu flestra mentaðra þjóða,
landsvist vor á meðal, með íslenzkri beygingu, heldr en að ættleiða einhverja
ómynd. Eitt dæmi þess er orðið „klíník". (VII).
Örlög þessara orða í íslensku hafa orðið þau, sem kunnugt er,
að þau sem Freysteinn taldi málspjöll að lifa góðu lífi, en orðið
sem Jónas veitti landsvistina hefur orðið að víkja fyrir íslensku
orði, lakningastofa.
Mín skoðun á þessu atriði varðandi samheitaorðabókina hef-
ur verið sú, að eigi hún að hafa eitthvert kennslufræðilegt mark-
mið, þá eigi það að felast í því að hafa í henni ýmis þau tökuorð
sem tíðkuð eru nú, ásamt íslensku samheiti. Sé samheiti ekki til,
kemur orðið auðvitað ekki í bókina. Það er eins og ýmsir séu
hræddir um að sé orð tekið upp í bókina, sé verið að veita því
þegnrétt í málinu. Jóhannes L. L. Jóhannsson nefnir þetta at-
riði einmitt í ritdómnum um Orðabók Blöndals, þar sem hann
segir: „Við alíslenzk orð eru meðheiti iðulega sett við orðið, t. d.
„refur“ (,,tófa“) og er það góður kostur, en engu síður hefði það
átt að gera við útlendu flækingsorðin, til þess að beina fólki á
réttu götuna." (223). Mér kemur í hug í þessu sambandi bók sem
út kom 1906, Stafsetningarorðbók Björns Jónssonar, sem var
2. útg. þeirrar bókar. Aftast í henni er kafli sem heitir Nokkur
mállýti, og er listi um orð sem Björn telur miður rétt, en þar
eru við íslensk orð sem hann telur betri. Þarna er „mállýti" eins
og byggingar = hús, húsakynni, mannvirki; heppilegur, þar sem