Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 47
SKÍRNIR
ÍSLENSKA SAMHEITAORÐABÓKIN
45
betra er talið liagfelldur, hentugur, góður, vel til fallinn, hyggi-
legur; og þýðingarmikill, sem er miður gott að hans dómi, en í
stað þess mátti nota mikilsverður, mikilvægur, mikið í varið,
mikils um verður.
Þessi þrjú dæmi sýna livernig ímyndaðar og raunverulegar
dönskuslettur svokallaðar hafa verið dæmdar mállýti, en lifa
góðu lífi enn þann dag í dag. Baráttan gegn dönskuslettunum
hefur oft og einatt verið barátta gegn vindmyllum, og margir eru
þeir sem orðið hafa að deila örlögum með riddaranum sjónum-
hrygga, sem Cervantes skrifaði um á sínum tíma.
Mér finnst að samheitaorðabókin ætti einmitt að taka upp orð
á borð við þau sem eru í kaflanum Nokkur mállýti, en án þess
að settur sé á þau mállýtastimpillinn.
Þórbergur Þórðarson hefur á einum stað lýst þeim vanda
sem upp getur komið, þegar menn vilja fara að útrýma nauð-
synlegum tökuorðum:
Nú upp á síðkastið hafa ýmsir verið að baslast við fjarrænn í staðinn fyrir
hið gamalkunna orð rómantískur. Það er ein af þessum fötluðu útleggingum,
sem aðeins getur þénað fyrir nokkur merkingabrigði útlenda orðsins, en er
vanmegnug að ganga erinda þeirra allra. Enginn myndi áræða að segja fjar-
rænt landslag, fjarrænt kvæði, fjarræna stefnan, nema til að draga dár að
sjálfum sér. Yfir þessi merkingabrigði og ýmis fleiri yrði því að leita uppi
önnur orð í staðinn fyrir rómantískur, ef ætti að útskúfa því úr íslenzku
máli.12
V
Eftir að ég hafði birt grein um samheitaorðabókina í Skímu,
málgagni móðunnálskennara, 1980, skrifaði Helgi Hálfdanar-
son ágæta grein í Morgunblaðið 16. apríl, „Samheitabók". Hann
tekur fyrir það sem ég hafði skrifað um fornmál, skáldamál og
úrelt nýyrði, og segir: „En dauð eða úrelt íslenzk orð eru ekki til.
íslenzk orð deyja ekki, þó að þau falli úr notkun að meira eða
minna leyti.“ Hér má gera þá athugasemd, að ýmis orð í forn-
máli eru dauð og úrelt og verða ekki kölluð til sama lífs aftur.
Eða eigum við heldur að segja að þau sofi? En þau eiga þá ekki
erindi inn í samheitaorðabók á meðan þau sofa. Þeir sem vilja
vekja þau geta leitað þeirra í öðrum orðabókum og notað þau
í textum sínum.