Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 48
46
SVAVAR SIGMUNDSSON
SKÍRNIR
Málið á fornritum okkar er ekki að öllu leyti lifandi mál eins
og sumir vilja halda fram, og nútímamenn geta ekki lesið forn
handrit né forna texta að fullu hjálpargagnalaust, þó að menn
vilji trúa því að svo sé. Dæmi um orð sem stungið hefur verið
upp á að kæmi í samheitaorðabókina er vœndismaður. En hvað
þýðir það í fornu máli? „Vondur maður, illmenni", líklega, en
er ekki eðlilegt fyrir nútímamann að setja það í samband við
orðið vœndiskona, ef það stendur skýringalaust? Hver vill bera
ábyrgð á því að það verði notað skynsamlega, ef það á sér enga
stoð í málinu nú, hvorki töluðu né rituðu? Og er þörf á að inn-
leiða það í málið? Er ekki til talsvert af orðum sem ná yfir merk-
ingarsviðið, svo sem þrcell og illmenni? Það má alveg eins tala
um tökuorð úr fornmáli eins og úr erlendum málum, þó að það
þyki kannski goðgá að segja það.
Um nýyrði sagði ég í Skímugrein á þessa leið: „Nýyrði verða
tekin með ef þau hafa verið notuð síðustu ár eða áratugi af al-
menningi en ekki þau sem minni útbreiðslu hafa fengið þó að
þau standi í nýyrðasöfnum." (19). Helgi segist hafa lesið þessi orð
með nokkrum ugg, sem hann þó segist vona í lengstu lög að sé
ástæðulaus. Ég vona líka að liann þurfi ekkert að óttast, en ég
held talsvert fast við það að taka ekki með nýyrði sem aldrei
hafa náð verulegri útbreiðslu meðal almennings. Til livers er að
hafa fréttaþráð um síma, ef enginn notar það eða þekkir? Sam-
heitaorðabókin yrði allt of fyrirferðarmikil, ef tína ætti allt til
af því tagi. Og það hefur lieldur ekki þýðingu. Betra er að láta
orðið liggja og taka það e. t. v. upp síðar í annarri merkingu, ef
þörf gerist. Þetta var gert með orðið sírni, sem til var í merking-
unni „þráður", eins og það er enn í finnsku óg í dönskum mál-
lýskum.
Það er ljóst að setja verður einhver mörk við inntöku orða í
bókina, en það skal tekið fram, að fjárveitingar hafa ekki sett
neinar skorður hér, heldur praktísk sjónarmið; tekið er mið af
því hvað sé gagnlegt, hvað komi almennum notendum að sem
mestu gagni. Þessi bók leysir menn ekki undan þeirri skyldu að
nota aðrar orðabækur, hvort sem eru sögulegar eða nútímalegar.
Engin ein orðabók getur þjónað öllum tilgangi.
Ef horft er til framtíðarinnar, getur maður stundum spurt