Skírnir - 01.01.1982, Page 49
SKÍRNIR
ÍSLENSKA SAMHEITAORÐABÓKIN
47
sjálfan sig hvort bækur yfirleitt séu ekki að verða úreltar, og
þess verður æ meira vart að fólk notar ekki þau uppsláttarrit um
íslensku sem til eru. Það er æði oft hringt í Orðabók Háskólans
til að spyrja um stafsetningu orða, sem hægurinn væri hjá að
finna í stafsetningarorðabók eða Orðabók Menningarsjóðs. En
nútímafólk er orðið svo vant að nota símann, að það grípur
hann fremur en að fletta upp í bók. Tölvutækni nútímans og
gagnageymslur hvers konar leysa því bækur smátt og smátt af
hólmi. Það er hin nýja upplýsingaröld sem er að halda innreið
sína. Og hver veit nema framtíðin beri samheitabankann í skauti
sér. En hvað sem því líður verður nú samt gefin út bók með
samheitum handa leikum og lærðum til að auka megi orðaforð-
ann og bæta tjáskiptin í heimi vaxandi sérhæfingar.
VI
Sem kunnugt er hafa flestar þjóðir eignast samheitaorðabækur
fyrir löngu. Þar standa Bretar sjálfsagt fremstir með sinn The-
sanrus of English Words and Phrases, sem Peter Mark Roget gaf
út í London 1852, en það var fyrsta liugtakaorðabókin yfir
evrópskt mál. Hún hefur verið gefin út í mörgum útgáfum síðan.
Þessi bók gefur „fullkomnar" útlistanir á merkingabrigðum
orðaforða enskrar tungu. Danir eignuðust slíka bók 1945, Dansk
begrebsordbog, sem Harry Andersen sá um útgáfu á. Þá bók
höfðu þeir til hliðsjónar, sem stóðu að undirbúningi fyrri sam-
heitaorðabókarinnar, og væri vissulega fengur að því að eiga
slíka hugtakabók um íslensku. En á síðari tímum hafa menn yf-
irleitt snúið frá þessari grundvallarhugmynd um gerð slíkra
bóka, og orðabækur í stafrófsröð hafa orðið ofan á.
Af samheitaorðabókum um dönsku má nefna Dansk synonym-
ordbog eftir Ulla Albeck o. fl. frá 1941 og áðurnefnda bók Poli-
tikens, Synonymordbogen, sem Allan Karker samdi í samráði við
Lis Jacobsen og kom fyrst út 1957.
Um norsku er til samheitaorðabókin Norsk synonymordbok,
samin af Dag Gundersen, og fyrst gefin út 1964.
1 Svíþjóð er líklega þekktust bókin Ord för ord. Svenska syno-
nymer och uttryck, 1960; en einnig er þar Strömbergs orðabókin,