Skírnir - 01.01.1982, Side 50
48
SVAVAR SIGMUNDSSON
SKÍRNIR
sem komið hefur í tveim gerðum, stærri og minni, Stora syno-
nymordboken, 1979, og Strömbergs synonymordboken, 1953.
Um þýsku eru til a. m. k. tvær samheitaorðabækur; önnur
austur-þýsk: Herbert Görner og Giinter Kempcke: Synonym-
wörterbuch. Sinnverwandte Ausdrucke der cleutschen Sprache.
Leipzig 1973. Hin er vestur-þýsk, gefin út hjá Duden: Sinn- und
sachverwandte Wörter und Wendungen. Wörterbuch der tref-
fenden Ausdrucke eftir Wolfgang Múller. Mannheim 1972.
Um ensku má, auk Thesaurus, nefna Webstefs Dictionary of
Synonyms, 1942.
VII
Islenska samheitaorðabókin verður sniðin eftir þeim bókum af
þessu tagi sem gefa orðin í stafrófsröð og sýna samheitin en
skýra þau ekki. En reynt verður að sýna hvaða orð eru saman um
merkingu, eins skýrt og hægt er án skýringa, og dæmi verða
heldur ekki gefin um notkun orðanna. Ég geng þess ekki dulinn
að þetta er vandasamt verk og hljóta að koma upp ótal álitamál.
Sumir fræðimenn telja að engin tvö orð séu fullkomin sam-
heiti, alltaf sé einhver blæmunur merkinga, sem útiloki að orð
séu umskiptanleg í tali eða texta, að eitt samheiti geti komið
í annars stað. Sumir málfræðingar telja hins vegar, að orð eins og
kaupa og selja séu samheiti, af því að báðar sagnirnar lýsi sama
athæfinu, séðu frá mismunandi hliðum. Við segjum í íslensku,
að e-ð gangi kaupum og sölum, og má þá með sömu rökum telja,
að orðin kaup og sala séu samheiti.
Vafalítið er, að orð þau sem til eru í íslensku, t. d. um hest,
hafa upphaflega lýst ákveðnum einkennum hests, útliti eða eig-
inleikum, eða jafnvel aldri, en þessi blæbrigði eru nú að mestu
horfin úr málinu. Má í því sambandi minna á orðafar í máli
Sama, þegar þeir tala um hreina sína, en það er geysifjölskrúð-
ugt. Þá má líka nefna fjölbreytni íslenskunnar um hákarlsheiti,
og eru sum þau orð bannorð eða nóaorð, sem algengt var í sam-
bandi við sjómennsku.
Samheitin koma stundum fram í málinu eins og af sjálfu sér
og þar á meðal í ýmsum stirðnuðum orðasamböndum. Við
þekkjum sambönd eins og urn aldur og œvi, i raun og veru, með