Skírnir - 01.01.1982, Síða 51
SKÍRNIR
ÍSLENSKA SAMHEITAORÐABÓKIN
49
tíð og tima og víl og vol. Oft eru þetta stuðluð sambönd. Þessar
samstæður hafa sett svip sinn á málið, og sérstök stíltegund á
miðöldum, skrúðstíll (florissant stíll), einkenndist af þess konar
samheitum. Stundum verða til samsetningar í málinu, þar sem
báðir liðir eru samheiti, t. d. raun og vera sem urðu raunvera
(raunveruleiki) og tóm og stundir urðu tómstundir.
Orð sem stóðu saman í föstu orðasambandi, en voru ekki sam-
heiti upphaflega, hafa orðið það síðar vegna ofangreindra sam-
banda með samheitum. Þannig hefur annað orðið þröngvað
merkingu sinni upp á hitt, eins og t. d. í klettar og klungur. Orð-
ið klungur merkti upphaflega „þyrnikjarr“, en hefur í nútíma-
máli fengið merkinguna „grýtt landslag“.
Það væri hægt að rekja nánar þátt samheitanna í merkingar-
þróun málsins, en margt er órannsakað þar.
Skilgreining mín á samlieiti verður eitthvað svipuð og kemur
fram í öðrum samheitaorðabókum, ekki svo þröng að engin tvö
orð séu talin samheiti, þá væri ekki þörf á samheitaorðabók,
heldur að samheiti séu orð sem að meira eða minna leyti ná
til sama merkingarmiðs.
Þess skal líka getið hér, að í bókinni verða andlieiti (antonym),
þ. e. orð andstæðrar merkingar, eftir því sem við verður komið.
Dæmi eru orðin ágóði og tap. Það er oft til mikillar hjálpar við
að sýna merkingu orðs að setja andheiti þess við hliðina á því.
VIII
En til hvers er þá orðabók sem þessi? Við samningu hennar er
gert ráð fyrir kunnáttu í málinu. Hún á ekki að kenna þeim ís-
lensku sem ekki kunna hana fyrir, og heldur ekki að kenna mál-
notkun beinlínis. En hún á að hjálpa notandanum til að muna
eftir orði sem hann eða hún kann fyrir en hefur ekki á taktein-
um. En til að vita nánar um merkingu orða sem menn ekki
þekkja fyrir, þarf að leita til orðabóka sem skýra út. Þar sem
um er að ræða tökuorð, held ég hún hafi auk þess þýðingu fyrir
þá sem vantar íslensk orð og kunna þau ekki fyrir, eins og er t. d.
um margt ungt fólk. Það eru augljós rök fyrir því að hafa meira
en minna af tökuorðum frá síðari tímum.
Að síðustu má segja þetta um vísindalegt gildi samheitaorða-
4